Guðjón Ketilsson: Ný verk / New Works - Hverfisgallerí
Heimili hugsunarinnar
Við fæðumst inn í veröld sem þá þegar hefur eitthvert horf, einhverja ásýnd, áferð og merkingu. Við lærum að umgangast hlutina í kringum okkur, að tala í síma frekar en reyna að borða hann, að geyma peninga frekar en að henda þeim, að umgangast húsin sem við búum í og húsgögnin sem fylla þau. Þannig lærum við að vera til, að verða manneskjur. Umhverfið elur okkur upp þótt við leggjum auðvitað sjálf mikið til með okkar sérvisku, uppfinningasemi og þrjósku. Um leið og við lærum að vinna með og móta sjálf umhverfi okkar og hlutina í kringum okkur verðum við í einhverjum skilningi sjálfra okkar herrar – við mótum okkur stíl, mótum umhverfi okkar og mótum um leið okkur sjálf. Um leið gerist þetta allt í návist við annað fólk. Það eru fleiri í okkar sporum, að reyna að búa sig til og búa sér stað. Alltaf verður til eitthvað nýtt en um leið fyllist veröldin af því sem þegar hefur verið búið til. Við fæðumst og tökum út þroska innan um hluti sem fyrri kynslóðir hafa búið til eða safnað að sér: Hús, húsgögn og alls konar dót. Fyrir kynslóð Guðjóns Ketilssonar var þetta undarlegt samsafn af rammíslenskum forngripum, hergóssi og hörðum módernisma sem birtist með mismunandi rómantískri íblöndun í dönsku blöðunum, Laxness og arkitektúr.
Það má segja að verk Guðjóns Ketilssonar vísi inn á við. Natnin og handverkið beina athygli okkar að efninu og hinu efnislega umhverfi. Gömlu húsgögnin sem hann er búinn að breyta verða að líkingum fyrir okkur sjálf. Skáparnir fá glugga og nýja ásýnd því í einhverjum skilningi eru þau þegar íverustaðir – í þeim býr sjálfsmynd okkar, þau eru þéttsetin af sögum, tilfinningum og minningum. Húsin í teikningum hans líta hins vegar út eins og nýbyggingar. Þau eru kassalaga og gluggalaus, byggð – að því er virðist – úr sömu fjöldaframleiddu einingunum. Þau eru dularfull og óræð. Við lesum ekki úr þeim neinar sögur og þau kveikja ekki minningar. Landslagið sem þau standa í er hins vegar kunnuglegt: Íslensk fjöll með brattar skriður og klettabelti, allt teiknað af undraverðri nákvæmni. Í þessu landslagi verða húsin enn óræðari því ekki verður séð að þau eigi í neinni samræðu við umhverfið. Þau standa bara þarna, þögul og þrjósk. Kannski eru þau að bíða eftir íbúum sem munu fylla þau af lífi og merkingu og móta samhengi þeirra. Kannski, aftur á móti, tilheyra þau einhverjum öðrum heimi sem einhvern veginn hefur blandast inn í íslenska landslagið en mun aldrei tilheyra því.
Þannig má lesa alla sýningu Guðjóns sem stóra líkingasögu um fólk og umhverfi, um það hvernig umhverfið fær merkingu þegar við lifum þar lífinu, gerum það að bústað okkar og fyllum af sögum og minningum. En líkingin er óræð. Guðjón varpar upp spurningum en gefur ekki við þeim svör. Við getum ákveðið að lesa sýninguna sem sögu um samtímann, um okkur sjálf eða um fantasíuveröldina sem við munum eftir frá því við vorum börn. Guðjón lokar ekki á slíka túlkun en gefur henni heldur ekki nema takmarkaða fótfestu í verkunum. Eins og í nær öllum fyrri verkum sínum setur hann hlutina fram af fullkomnu hlutleysi. Hann sker út í tré af ótrúlegri þolinmæði, teiknar, steypir í járn eða mótar í gips en fyrirmyndir hans eru oft svo kunnuglegar að það verður erfitt að festa hendur á merkingunni eða lesa úr þeim skilaboð: Samanbrotin skyrta á stól, skópör í hillu, verkfæri sem erfitt er að átta sig á til hvers megi nota, búslóðir sem staflað hefur verið upp til geymslu, eða hálfbyggð hús í úthverfi. Að vissu leyti eru þessir hlutir of nálægt okkur til að við getum ráðið í þá, of tengdir okkur í hversdagslífinu til að við getum aðgreint þá frá okkur sjálfum og skoðað eða greint. Í meðförum Guðjóns fá þessi hvesdagslegu viðfangsefni samt einhvern undarlegan ljóma og innra líf. Handverkið og tíminn sem hann ver í verk sín upphefja fyrirmyndirnar og umbreyta þeim í eitthvað annað. Þegar við sjáum þau á sýningu er það líkast því að við séum að sjá okkur sjálf í spegli í fyrsta sinn.
//
A Home for our Thoughts
We are born into a world that already has a certain aspect, appearance, texture and meaning. We learn to find our way around this world and to use the things in it, to talk on the phone instead of trying to eat it, to hoard money rather than throw it away, to make ourselves at home in the houses we live in with the furniture that fills them. This is how we learn to be human beings. Our environment raises us though, of course, we also contribute a great deal with our eccentricities, inventiveness and sheer stubbornness. As we gradually learn to work with and shape our environment we become, to some degree, masters of our fate: We create our own style of being, shaping our surroundings as we reinvent ourselves. All of this takes place, of course, in the presence of other people. We all find ourselves pursuing the same project: Trying to invent ourselves and find our place. New things are being made all the time and the world fills up with pre-made constructions. We are born and grow up among things that previous generations have created or collected: Houses, furniture and all manner of tools and objects. For Guðjón Ketilsson’s generation, growing up in Iceland, this horizon of pre-made things was a strange collection of old-fashioned Icelandic artefacts, stuff left behind by the British and American occupation during World War II, and high modernism, variously tempered by romantic nostalgia.
Guðjón Ketilsson’s new work turns inward. The meticulous craft with which they are executed directs our attention to the material and our material surroundings. The old pieces of furniture that he has altered and worked become metaphors for our lives. He cuts small windows out of old cabinets and cupboards so that they resemble buildings, but in some sense they can already be seen as dwellings – in them dwells our sense of ourselves and they are densely populated by stories, emotions and memories. The buildings in his drawings, conversely, look new and uninhabitable. They are boxy and windowless, built, so it seems, from the same pre-fabricated units. They are mysterious and impenetrable. They tell no stories, evoke no memories. The Landscape in which they stand, however, is familiar: Icelandic mountains with their steep ravines and sheer cliffs, all rendered in remarkable detail. In this landscape, the buildings become even more ambiguous and out of context. They merely sit there, silent and stubborn. Perhaps they are waiting for inhabitants to come and fill them with life and give them context and meaning. Perhaps, on the other hand, they belong to some other dimension that has incongruously mingled with the Icelandic landscape but will never truly belong to it.
We can interpret the whole exhibition as a grand allegory about people and their environment, about how the environment becomes meaningful when we dwell in it, make it our own and fill it with stories and memories. But the metaphor is unclear, even mixed. Ketilsson raises questions but does not provide the answers. We may choose to see the exhibition as an account of our time, of ourselves, or of the fantasy world we inhabited as children. He does not exclude such interpretations but does not exactly encourage them either. As in almost all his earlier work, he remains resolutely neutral. He patiently carves in wood, draws, casts metals or shapes in plaster, but the objects he recreates are often so familiar that becomes hard to grasp their meaning: A folded shirt sitting on a chair, a pair of shoes on a shelf, tools that have no discernible use, furniture and miscellaneous household objects stacked as if they were in storage, or half-built houses in the suburbs. To some degree these things are too close for us to be able to decipher them, too intimately involved in our everyday life for us to be able to separate them from our own lives in order to assess them objectively. In Ketilsson’s treatment, however, these everyday objects become mysterious, as though imbued with an inner glow. The craft and the time and care he spends on them raises these unremarkable objects to new heights, transforming them into something else. When we see them in the exhibition it is as if we are seeing ourselves in the mirror for the first time.
Jón Proppé.