Harpa Árnadóttir: Hreintjarnir - Hverfisgallerí

2 July - 22 August 2015
Works
Overview

Harpa Árnadóttir er þekkt fyrir tilraunakennd málverk sín, bæði á striga og pappír. Á sýningunni Hreintjarnir fangar Harpa íslenska sumarið í sínum litríka margbreytileika. Hún skoðar náttúruna gaumgæfilega og hvernig áhorfandi skynjar birtuskil sólarinnar. Sýningin er óður um andrá og eilífð, söknuð, gróandann og hið hverfula, en Harpa tengir saman ljóð og myndmál í mörgum verkanna og myndar þannig brú á milli bókmennta og sjónlista. Titill sýningarinnar er vísun í ljóðabókina Hreintjarnir eftir Einar Braga frá árinu 1962.

 

//

 

Hreintjarnir is an exhibition of new works by Harpa Árnadóttir where she strives to capture the Icelandic summer in all its colorful complexities. Árnadóttir is known for her experimental paintings, both on canvas and on paper. In this exhibition she reflects on nature by representing the structure of the landscape and works with how the audience perceives the contrasts of sunlight. The exhibition is an ode to the moment and eternity, loss, the season of growth and the ephemeral. Árnadóttir combines poetry and imagery in many of her works and with that doing she casts a bridge between literature and visual arts. The title of the exhibition references to Hreintjarnir a book of poetry by Einar Bragi published in 1962.

Installation Views