Davíð Örn Halldórsson: Akkúrat hæ fæv! - Hverfisgallerí
-
Bordello, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood33 x 147 cm. (12 15/16 x 57 13/16 in.)
DÖH0015
-
Camera Obscura, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood122 x 72,5 cm. (48 x 28 1/2 in.)
DÖH0014
-
Perla, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found vwood30 x 33,5 cm (15 5/16 x 13 3/16 in.)
DÖH0029
-
Óli B ?, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood152 x 53,5 cm (59 13/16 x 21 1/16 in.)
DÖH0013
-
Síðumúli 2.hæð, 2015
Blönduð tækni á prent á pappír / Mixed media on print on paper41,5 x 63 cm (16 5/16 x 24 3/4 in)
DÖH0020
-
Nostrar (nostar), 2015
Blönduð tækni á pappír / Mixed Media on paper35,5 x 48 cm (13 15/16 x 18 7/8 in.)
DÖH0010
-
Pot, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood24 x 20 cm (9 7/16 x 7 13/16 in.)
-
Vifta, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood42 x 61,5 cm. (16 1/2 x 24 3/16 in.)
DÖH0026
-
Wholesale, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood27,5 x 36 cm (10 13/16 x 14 1/8 in)
DÖH0025
-
Whole (heart rate rabbit), 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood120 x 79,5 cm (47 3/16 x 31 1/4 in.)
DÖH0016
-
Flagg, 2015
Blönduð tækni á pappír / Mixed media on paper53 x 74 cm (20 13/16 x 29 1/8 in.)
DÖH0017
-
Skafís, 2015
21 x 37,5 cm (8 1/4 x 14 3/4 in.)
DÖH0018
-
Síðumúli 4.hæð, 2015
Blönduð tækni á prent á pappír / Mixed media on print on paper40 x 63 cm (15 11/16 x 24 3/4 in.)
DÖH0019
-
Blómið, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood67 x 33 cm. (26 3/8 x 12 15/16 in.)
DÖH0024
-
Kona 13, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood38 x 38 cm. (14 15/16 x 14 15/16 in.)
DÖH0021
-
Síðumúli 3.hæð, 2015
Blönduð tækni á pappír / Mixed media on paper38,5 x 63 cm (15 1/8 x 24 3/4 in.)
DÖH0018
-
Two Guns, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood30 x 52,5 cm (11 3/4 x 20 5/8 in)
DÖH0022
-
Perfúm esperanto, 2015
Blönduð tækni á pappír / Mixed media on paper35,5 x 48 cm (13 15/16 x 18 7/8 in.)
DÖH0011
-
Eintóla marglita, 2015
Blönduð tækni á fundinn við / Mixed media on found wood54 x 76 cm (21 1/4 x 29 7/8 in.)
DÖH0027
Laugardaginn 29. ágúst kl. 16:00 opnar sýning Davíðs Arnar Halldórssonar, Akkúrat hæ fæv!, í Hverfisgalleríi. Verk Davíðs Arnar eru jafnan mjög litrík og notar hann myndmál sem vísar í veggjakrot, teiknimyndir og listasögu. Hann vinnur að mestu með lakk og sprey og notar ósjaldan fundinn við líkt og skápahurðir og borðplötur sem undirlag. Með þessu móti er hann að gefa efni sem hefði allt eins geta verið talinn afgangur eða rusl nýjan og fagurfræðilegan tilgang.
Sýningin samanstendur af litríkri innsetningu þar sem efni nokkurra verkanna teygir sig út fyrir fleti verkanna sjálfra. Við upphaf sköpunarinnar byrjar hann gjarnan á línu sem hann svarar svo með annarri línu og í kjölfarið tekur við eltingaleikur við þessa upphaflegu línu. Bakgrunnir Davíðs í grafík er vel sjáanlegur í verkum hans sem efnislegur grunnur sem hann byggir list sína á.
Davíð Örn Halldórsson (f. 1976) býr og starfar í Reykjavík. Davíð hefur mestmegnis unnið við málverk síðan hann útskrifaðist af myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2002. Hann hefur haldið fjölda einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér á Íslandi og víða erlendis. Árið 2014 hlaut hann hin virta Carnegie Art Award styrk í flokki ungra listamanna.
//
Davíð Örn Halldórsson´s exhibition Akkúrat hæ fæv will open at Hverfisgallerí next Saturday at 4 pm. Halldórsson´s works are often very colorful and his visual language references graffiti, cartoons and art history. Among his most used mediums are lacquer and spray paint which he applies to found wood like old cupboard doors and tabletops. By doing that he gives a material, possibly considered a left-over or trash, a new aesthetic meaning.
The exhibition consists of a colorful installation where the medium of some of the works stretches out of the frame to the walls. When Halldórsson starts creating he frequently starts with a line which he responds to with another line followed by a constant chase with the original line. Halldórsson´s background in printing is evident in his works; it is the material ground on which the artist builds his practice on.
Davíð Örn Halldórsson (b. 1976) lives and works in Reykjavík. He has mainly worked with painting since graduating from the Visual Arts department of The Icelandic Academy of the Arts in 2002. Halldórsson has held several solo exhibitions and participated in Iceland and internationally. In 2014 he received the prestigious Carnegie Art Award grant to a younger artist.
//
DAVÍÐ SKAFÍS
Davíð var uppnefndur Skafís á unglingsaldri. Þetta var meinlaust uppnefni en í því má finna margt sem spilar inn í vinnu hans í dag. Brandarinn er auðvitað sá hversu litlu munar að þessi orð rími. Þetta þrönga bil milli þess sem er vel gert og hins sem er gert rangt. Það er fyndið að sjá línudansara vanda sig, skjálfa, leita með lausa fætinum að línunni en stíga svo viljandi útí tómið og hrapa til ólífis. Líka er fyndið að Skafís tengist Davíð ekki neitt. Allt tengt Osta- og smjörsölunni hefði passað. Allt tengt Akranesi, Sendibílum, keilu, hjólabrettum, brit pop eða Shoestrings™. Mér dettur ekkert í hug sem er eins framandi í lífi Davíðs og Skafís. Svo þetta var alveg frábært uppnefni. Það hafði enga merkingu aðra en merkingarleysið. Hlutböndin leystust upp.
Í því felast líka ákveðin vonbrigði. Ánægjuleg vonbrigði. Absúrd vonbrigði. Í einum skilningi missir rímið marks og er til vitnis um vinnusvik, leti eða handvöm. Í öðrum skilningi er þetta hin fullkomna niðurstaða, hvort sem hún er af ígrundaðri vinnu eða bara einni hugdettu. Þessi samtenging sem hengir efnið upp á bláþráð milli hlutveruleikans og hinna uppleystu forma er hluti af tíðarandanum. Hún er endurtekin uppreisn gegn rökum og ráðum. Nú gildir að hugsa minna. Helst ekkert. Á móti skulum við galopna líkamann; afhýða okkur og gefa saman eigið taugakerfi og ómannlega náttúruna. Bæði í senn, leysast upp og þéttast. Bindast. Blandast. Koma sundur og saman. Ekkert og allt er inni í okkur og ekkert og allt er útúr okkur. Svona get ég séð verk Davíðs. Sem myndir af fyrirbærafræðilegri leit að eiginlegu grensulausu mannlífi. Sem sogbletti og glóðaraugu eftir næturbrölt Davíðs með mannlegri tilveru eins og hún leggur sig. Myndir hans eru ekki himneskar. Í þeim er rím sem kann sig ekki og klunnalegir brandarar. Og það má sjá í þeim feimni við að segja það sem þó virðist vera sögn í verkinu, en það er barátta listasögunnar í hundrað ár. Hvað segir maður mikið? Og Davíð er þar meistari í sínu flagi. Veltir sér og byltir á þessum stranga fleti, eins og ekkert annað skipti máli. Kannski er það rétt.
Við Davíð erum vinir. Það þrengir lítið mengið hvað mig varðar því margir eru vinir og nær allir sem eru vinir eru vinir Davíðs. Þegar fjallað er um listamenn er algengt að benda á að þeir vinni mikið. Ekkert minna en meðal Evrópubúi til dæmis, helst meir og jafnvel alveg stanslaust. Að þeir kunni ekkert annað en að framleiða list. Þeim sé órátt. Þetta á ekki við um neinn listamann sem ég þekki. Nema Davíð. Honum er órátt. Fyrir tuttugu árum spurði hann mig hvort ég hefði trú á honum sem listamanni. Við vorum á gallhörðum aldri en þetta var viðkvæm stund. Við vorum í leigubíl og undir áhrifum. Út um framrúðuna horfðum við á næsta dag. Götusóparar brunuðu upp hliðarvænginn. Grameðlur kíktu upp úr flöskunum okkar. Við höfðum fyrr um nóttina strokið úr partíi til að skoða höggmyndagarð Einars Jónssonar. Safn hans er á horni tveggja gatna kenndar við Eirík og Njörð. Við fundum fyrir þungum, illum arfi en líka Prince og Bobby Gillespie og Brett Anderson og Björk og KatieJane Garside. Við vorum að finna okkur og finna fyrir okkur. Eftir garðinn gengum við sem leið lá að þá nýbyggðri brú yfir Miklubraut. Þar undir er grjóthleðsla sem má týna sér í í 3D. Við týndum okkur og fundum fyrir okkur. Seinna, í leigubílnum, bar hann upp þessa spurningu. Ég sagði nei, því mér fannst hann latur og sérhlífinn. Taldi að hann gæti ekki helgað sig. Það sem ég skildi ekki þá var að hann var þegar kyrfilega helgaður. Hellaður, en helgaður. Allt hans líf hefur snúist um listir og myndir. Og ég skildi ekki að hann vann og vinnur stanslaust. Ef ég man rétt, þá er Davíð smæsta menningarmiðstöð Evrópu.
Um fermingaraldur lágum við Davíð á bekk í Gerðubergi. Á veggjunum allt í kring hékk nýja-málverkið, þá líka á barnsaldri. Við horfðum ýmist upp í loft eða gáfum myndunum auga. Við vorum að prófa okkur áfram með reykingar en þarna sugum við líka í okkur kosmíska krafta veruleikans eins og hann birtist í verkum Tuma og Daða og Helga og hvað þau öll heita. Það var oft naumur veruleiki, lítilfenglegur og tíðindalaus, en myndirnar sjálfar sem málverk þeim mun meira spennandi því notkunin á miðlinum gerðist nánast fáránleg. Nálgunin var hressandi og í einhverjum skilningi valdeflandi. Þarna var nýtt leyfi sem Davíð hefur tileinkað sér. Myndir hans koma úr hversdeginum, ósögunni, snöggu blettunum, frávikum í tal- og myndmáli. Handverk alþýðunnar ratar inn á myndir hans, s.s. blúndudúkur eða dyramotta en líka er fjöldaframleidd aðkeypt skreytilist yfirfærð. Þó myndir hans æpi með litunum er hann að skrá og skapa nettar sjónrænar breytingar og stef. En það þýðir ekki að hann sé nettur sjálfur. Hann er víður, galopinn, þyrstur. Hann sýgur í sig lífið. Svo fer hann á filterí. Filterar inn í og útúr myndunum alla mögulega og ómögulega þræði úr marglaga samtíma menningu. Hver mynd er sturlun. Davíð er málari að stuðs náð. Hann spyr sig ekki ‘hvað er málverk?’ enda fyrir löngu búinn að svara þeirri spurningu. Hann segir einfaldlega: Akkúrat, hæ fæv! Moðerfokker.
Pilli Milligramm