Gregg Louis: BLIND SPOT - Hverfisgallerí
Sýningin Blindspot er fyrsta sýning bandaríska listamannsins Gregg Louis á Íslandi.
Í verkunum leitast hann við að finna mörkin sem skilja að hlutbundið myndmál og abstrakt myndmál.
Sýningin samanstendur af brengluðum sjálfsmyndum af listamanninum, ólíkar þeim sem eru jafnvel algengari, þar sem höfundurinn reynir að draga fram betri eiginleika sína. Verkin eru unnin út frá algengri æfingu, sem skerpir á einbeitingu, næmni og athygli, þar sem myndefnið – í þessu tilfelli spegilmynd listamannsins – er teiknað eftir minningu og án þess að líta á pappírinn. Myndirnar eru gerðar hratt og útkoman verður tilviljanakennd. Gregg beitir svokallaðri blettamálunartækni þegar hann fyllir inn á milli línanna með bleki beint á ógrunnaðan strigann. Liturinn smýgur inn í strigann sem verður því ekki aðeins undirlag heldur hluti af verkinu. Innblástur í litaval sækir hann í áruljósmyndir og liti sem hann tengir við ákveðið skap og líðan. Innra og ytra sjálf listamannsins kemur fram í Blind Self Portrait verkunum þar sem hann hefur lagt áherslu á hlutverk minnis í skynjun og myndrænu auðkenni.
Hann tekur aðferðina lengra í teikningum sínum þar sem hann teiknar upphaflegu myndina, áfram án þess að horfa á pappírinn, og verður útkoman enn brenglaðri. Þessa tvöfalt brengluðu sjálfsmynd málar hann að lokum beint á vegginn svo hún verður að undirlagi upprunalegrar hliðstæðu sinnar.
Lituð sólgleraugu koma einnig við sögu í sýningunni en áhorfandinn fær tækifæri til að skynja myndirnar og umhverfi sitt á einstakan og gamansaman hátt.
Gregg Louis (f. 1983) útskrifaðist með M.F.A. gráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York en áður var hann með B.F.A. gráðu frá Missouri State University. Hann hefur fengið fjölda verðlauna og styrkja fyrir myndlist sína og hefur hún verið sýnd víða á listamessum. Gregg hefur haldið fjölda einkasýninga í Bandaríkjunum og tekið þátt í samsýningum beggja vegna Atlantshafsins. Í sömu viku og sýningin opnar í Hverfisgalleríi opnar einkasýning hans Likeness í Nohra Haime Gallery í New york. Hann býr og starfar í Los Angeles.
gregglouisart.com
//
The exhibition Blindspot at Hverfisgalleri is Gregg Louis´s first exhibition in Iceland. With his works he strives to find the thin line between representational and abstract imagery.
The exhibition consists of distorted self-portraits of the artist, unlike the perhaps more popular mode of representation where the artist tries to highlight his better qualities. The works are made with a common exercise, designed to hone focus, sensitivity and observation skills, where the subject – in this case the artists reflection – is drawn based on memory without looking at the paper. The drawings are made quickly and the results are coincidental. Louis uses a so called stain painting technique when he fills in between the lines with ink straight on the canvas. The color soaks in the canvas, becoming one with it, bringing the canvas to the forefront. The vibrant colors in the works are inspired by aura photography and colors that the artist relates to certain moods. An inner and outer self of the artist is represented in his Blind Self Portraits where he has focused on the role of memory in perception and visual identification.
In his drawings he takes the technique even further by creating a drawing of the original drawing, again without looking at the paper, getting an even more distorted outcome, a Double Blind Portrait. Finally he paints the Double Blind Portrait directly on the wall so it becomes the backdrop of its original counterpart.
Color tinted sunglasses will also play a role in this exhibition allowing each viewer to experience and perceive the works in a unique and playful way.
Gregg Louis (b. 1983) graduated with a M.F.A. in visual arts from the School of Visual Arts in New York previously obtaining a B.F.A. from Missouri State University. He has received several awards and grants for his practice and his works have be shown in various art fairs. Louis has held solo exhibitions in the United States and participated in several group exhibitions in the United States and Europe. His solo exhibition Likeness at Nohra Haime Gallery in New York will open during the same week as his exhibition at Hverfisgalleri. He lives and works in Los Angeles.
gregglouisart.com