Anna Rún Tryggvadóttir: Kvikefni - Hverfisgallerí

16 July - 3 September 2016
Works
Overview

Allt í kringum okkur eru umbreytingar stöðugt að eiga sér stað. Efni eldast, efni veðrast og eitt efni verður að öðru. Fasti verður að fljótandi efni sem síðar gufar upp og skilur að lokum eftir sig leifar þess sem eitt sinn var. Víða má sjá leifar þess stjórnleysis og flæðis sem umlykur okkur. Umbreytingum fylgir óvissa. Titill sýningarinnar, Mynd birting, vísar i ferli myndanna sem draga upp sinn eigin söguþráð. Frásögnin er óræð og leitast listakonan við að miðla upplifun af ólínulegum tíma.

 

Vatnslitaverkin á sýningunni eru útkoma ferlis sem Anna Rún setti af stað en sleppti svo af tökunum með því að gefa efnunum lausan tauminn. Hún notar myndlist sem ramma til að leyfa ferlum sem gerast í náttúrunni og umhverfinu að gerast innan tiltekins rýmis undir ákveðnum kringumstæðum. Með því að gefa frá sér fullkomna stjórn verður til lífrænt flæði milli efna og litbrigða og minnir útkoman jafnvel á eitthvað sem fyrirfinnst í líkamanum eða í petrídisk í tilraunastofu. Í sumum myndanna hefur hún þakið það sem eftir var af pappírnum með pastelkrít sem gefur þurra og stöðuga andstæðu við þá hreyfingu sem vatnslitirnir gefa í skyn.

 

Í miðju rýminu er tímabundinn skúlptúr sem mun umbreytast á meðan sýningunni stendur. Hann byrjar sem safn fastra skipulagðra forma sem flæða svo saman í eitt formleysi. Geometrísk form úr ís eru megin efni verksins sem mun koma ferlinu af stað. Í varmafræði er óreiða mælikvarði á skipulagsleysi kerfis og er óreiða íss lítil. Ísinn mun bráðna í rýminu þar sem vatnssameindir leita í orkulægra ástand svo óreiðan mun aukast þangað til hún verður alger. Efnahvörf munu eiga sér stað þegar hin mismunandi efni bregðast við hvort öðru og útkoman er með öllu ófyrirséð.

 

Anna Rún Tryggvadóttir (f. 1980) útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2004 og lauk síðar mastersnámi í myndlist við Concordia háskólann í Montreal í Kanada árið 2014. Anna Rún hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Kanada og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Þýskalandi og Kanada. Auk þess hefur hún fengist við leikmynda og búningahönnun innan leikhúsa víða um heim.

 

//

 

All around us transformations are constantly taking place. Material ages, material erodes and one material becomes another. A constant becomes liquid and later evaporates, leaving behind traces of something that once was. Widely one can detect the remnants of the chaos and flow that surrounds us. With transformation comes uncertainty. The title of the exhibition, Kvikefni, references the process of the images that draw their own narrative. The story is ambiguous and the artist strives to mediate the experience of non-linear time.

 

The watercolours are the result of a process initiated by Tryggvadóttir but which she then let go, giving the material freedom. She uses art as a framework to let processes that happen in nature and in our environment, happen within a specific space under certain circumstances. By giving away total control, an organic flow between substances and colours occur resulting in an outcome reminiscent of something found in our bodies or on a petri dish in a laboratory. In some of her works she has covered what was left blank on the paper with pastel chalk giving a dry and constant contrast to the movement indicated by the watercolours.

 

Around the centre of the gallery space is a temporary sculpture which will transform during the exhibition period. It starts as a collection of organized constant forms that will eventually dissolve together. Geometric forms made of ice are the main substance of the work, activating the whole process. In thermodynamics entropy is the indicator of a chaos of a system and is entropy of ice little. The ice will melt in the space because the water molecules seek lower energy levels, so the entropy will increase until it is total. Chemical reaction will take place when the different substances come in contact to one another and the outcome is completely unforeseen.

 

Anna Rún Tryggvadóttir (b. 1980) graduated with a BA degree in visual arts from the Iceland Academy of the Arts in 2004 and received an MA degree in visual arts from Concordia University in Montréal, Canada in 2014. Tryggvadóttir has held solo exhibitions in Canada and in Iceland and has participated in group exhibitions in Iceland, Canada and Germany. She has also worked in set and costume design for theatres around the world.

Installation Views