Sigtryggur Bjarni Baldvinsson: Mýrarskuggar - Hverfisgallerí
-
Grátjörn, 2016.
Olía á striga / oil on canvas.
135 x 165 cm
-
Mýrarskuggar
-
Heiðarvatn, 2016.
Olía á striga / Oil on canvas.
170 x 130 cm
-
Mýrarskuggar vatnslitur 3, 2015.
Vatnslitur á pappír / watercolour on paper on mdf.
50 x 60 cm
-
Mýrarskuggar vatnslitur 6, 2015.
Vatnslitur á pappír / watercolour on paper on mdf.
50 x 60 cm
-
Mýrarskuggar vatnslitur 1, 2015.
Vatnslitur á pappír / watercolour on paper on mdf.
-
Í minningu Karl Kvarans, azul blue, cadmium red nr. 1, alizarine crimson, 2016.
gvass á pappír / gouache on paper.
54 x 67 cm
-
Í minningu Karl Kvarans, touarg blue, viridian, 2016.
gvass á pappír / gouache on paper.
52.5 x 64.5 cm
-
Í minningu Karl Kvarans, madder orange, ivory black, 2016.
gvass á pappír / gouache on paper.
51 x 61.5 cm
-
Mýrarskuggar vatnslitur 5, 2015.
Vatnslitur á pappír / watercolour on paper on mdf.
50 x 60 cm
-
Mýrarskuggar vatnslitur 4, 2015.
vatnslitur á pappír / watercolour on paper on mdf.
50 x 60 cm
-
Mýrarskuggar 2 gvass, 2016.
gvass á pappír / gouache on paper.
72 x 58 cm
-
Mýrarskuggar 3 gvass, 2016.
gvass á pappír / gouache on paper.
72 x 58 cm
-
Mýri 3, 2016.
Olía á striga / oil on canvas.
200 x 190 cm
Mýrarskuggar
Viðfangsefnið á sýningunni Mýrarskuggar sækir Sigtryggur í votlendi norður í Héðinsfirði þar sem fjölskylda hans festi kaup á landskika. Þar hefur hann dvalið löngum stundum í huganum og eru skuggarnir sem vatnagróðurinn býr til ofan í mýrlendinu kveikjan að verkunum á sýningunni. Mýrarskuggar verða ljóðrænt náttúrufyrirbrigði – myrk augu – sem gefa sýn ofan í hinar mikilvægu en forsmáðu mýrar. Mýrarnar hafa nú öðlast óvænt hlutverk í baráttunni miklu við eina helstu ógn mannkyns, hlýnun jarðar. Skuggarnir kastast af votlendisgróðri á kvikum vatnsfleti mýranna og taka af því form. “Ég upplifi það hálfgerða þegnskylduvinnu að benda á þá duldu og dulmögnuðu fegurð sem í mýrunum býr því nú má segja að okkur beri skylda til að breyta uppþurrkuðum og misvel nýttum landspildum í sitt fyrra votlendisform og bæta þar með við lungu jarðarinnar,“ segir Sigtryggur.
Á sýningunni, sem er önnur einkasýning Sigtryggs Bjarna í Hverfisgalleríi, er að finna bæði olíumálverk og vatnslitamyndir sem vitna á áhrifaríkan hátt í dulúð og hljóðláta fegurð hins íslenska mýrarlands, litadýrðina og gróðurinn sem þar er að finna. Oft á tíðum verða skuggarnir meginviðfangsefnið þar sem bæði mýrargróðurinn og vatnsfletirnir hafa verið fjarlægðir en eftir stendur vottur af veru þeirra á pappírnum, eins konar draugar gróðursins. Síðustu árin hefur Sigtryggur einbeitt sér að því að gera stökum náttúrufyrirbrigðum skil í málverki, vatnslitamyndum og ljósmyndum. Hann leitast við að draga fram eðlisþætti svo sem hljómfall og takt og myndgera þá síkviku mynsturgerð sem taka má eftir í laufskrúði, gróðurþekjum, vatnsflötum og straumkasti rennandi vatns. Mynsturnet sjávarlöðurs og „regluleg óregla“ ljósbrots sólar á haffleti hafa verið rannsóknarefni og byggingarstoðir málverka hans.
Þrjú verk á sýningunni tileinkar Sigtryggur Karli Kvaran en það eru litastúdíur unnar með gouache litum Karls Kvarans. Áferð myndanna er gróf og virðast litirnir hafa verið illa höndlanlegir og þurrir í notkun eftir margra ára geymslu. Verkin eru formrænni útfærsla á skuggum mýrlendis.
Líkt og Hringur Jóhannson hafði heimahaganna, Aðaldal í Þingeyjarsýslu, fyrir augunum við túlkun sína á náttúrunni hefur Sigtryggur Héðinsfjörðinn og mýrlendin sem þar eru að finna. Ólíkt verkum t.d. Eggerts Péturssonar sem endurskapar gróður úr íslenskri náttúru, nýtir Sigtryggur aðra aðferðir við að fást við myndefnið sígilda. Þögul rómantísk íhugun á náttúrumótífum er einkennandi í túlkun þessara þriggja listamanna á náttúrunni en leyfir Sigtryggur sér að fjarlægast fígúratífa nálgun og dregur einnig fram formræna þætti málverksins. „Mér er það heilagt að treysta þeim breytingum og tilhneigingum sem fram koma í verkunum, fyrst er að skapa, svo að túlka og skilja,“ segir listamaðurinn.
//
Marshland shadows
The marshlands of Héðinsfjörður on Iceland’s north coast serve as a motif for Sigtryggur Bjarni Baldvinsson’s new exhibition “Marshland shadows” at Hverfisgallerí. The symphony of shadows that the fresh water flora produces has inspired and manifested itself in the works at the exhibition. The marshland becomes a poetic natural phenomena – a dark eye – that casts a light on the essential, yet largely disregarded marshlands. Today, the wetlands have unexpectedly become a vital component in holding the threat of global warming at bay and the shadows that fall on the marsh’ ever-changing surface are a testimony to this. “I almost see it as my civic duty to depict the hidden and mystical beauty that lives in the marsh. We owe it to the Earth’s respiratory system to redeem the dried out soil and bring it back to its former unsung marshland glory,” says the artist.
Marshland Shadows is Baldursson’s solo exhibition at Hverfisgallerí and consists of paintings and watercolours that illustrate the mystical, colorful and silent beauty of the Icelandic wetlands. In Baldursson’s works the shadows often take centre stage and become the primary subject as the plants and the water’s surface is removed, leaving the shadows as traces of what once was – ghosts of a marshland flora. In his recent paintings, watercolours as well as photographic work, Baldursson has focused his attention to specific natural occurrences whereby he aims to capture objective attributes such as rhythms and beats and illuminate the transformative qualities we see in leaves, plants, rivers and lakes. He has studied oceanic waves and the “regular irregularities” which the sun’s refraction creates and transformed these motifs in his earlier works. Baldursson has also tried to accentuate and emphasise the construction or organisation of things in the world with his paintings of flower covered slopes and the foliage of trees.
In this exhibition Sigtryggur Bjarni Baldursson applies his distinct and unique method in depicting a classical theme in Icelandic art. His paintings and watercolours in Marshland Shadows are instinctive and he allows himself to withdraw from the figurative approach and thereby demonstrates the formative aspects of the painting. With growing urgency, the artist’s work reflects his concern with questions that relate to modern man’s relationship with, and responsibilities for, untouched nature. “It is essential for me to have complete faith in the various transformations that my paintings illustrate. To create, interpret and understand, in that order,” says the artist.