Magnús Kjartansson: Ég var hér - Hverfisgallerí

4 February - 11 March 2017
Works
Overview

Á sýningunni Ég var hér eru sýnd pappírsverk og skúlptúrar eftir myndlistarmanninn Magnús Kjartansson sem unnin eru á tímabilinu 1982 til 1990. Á þessum árum vann Magnús sig frá hinni vitsmunalegu hugmyndafræði módernismans aftur í einhvers konar expressjónisma þar sem frumstæð form, iðandi litir og djúpstæðar tilfinningar ráða för. Árið 1982 umbreytti Magnús bæði lífi sínu og myndlist. Þetta skeið í stormasamri ævi Magnúsar var tímabil umbreytinga. Þessu fylgdu líka mikil umbrot í myndlistinni og verkin bera þess vitni. Um leið og Magnús gekk nær sjálfum sér í myndefninu varð vinnan við myndirnar líkamlegri og handaför, jafnvel fótaför, birtast á myndunum eins og dansað hafi verið á þeim. Við finnum nálægð hans í myndunum á svipaðan hátt og við skynjum nærveru steinaldarmanna sem skildu lófaför sín eftir á hellisveggjum. Handarförin mynda þannig nýtt lag, mynd ofan á mynd, sem stundum kallast á við neðra lagið en þekur það stundum nær alveg. Verk Magnúar sem birtast á sýningunni Ég var hér eru mun persónulegri en flest af því sem hann skapaði og í þeim teflir hann fram eigin lífi og minningum saman við tákn sem flest vísa á uppgjör, kreppu og vissa lífsangist, líkt og fangað er í skúlptúrnum Innilokun (1990).

 

Magnús Kjartansson (1949-2006) var meðal þeirra listamanna, sem brúuðu bilið milli formrænnar myndlistar eftirstríðsáranna – bæði óhlutbundinnar og fígúratívrar – og póstmódernískrar listar á 9. og 10. áratug liðinnar aldar. Magnús var einn af stofnendum Nýlistasafnsins undir lok 8. áratugarins og tók að auki virkan þátt í sýningarhaldi félaga sinna á hinum ýmsu sýningarstöðum, innanlands og utan. Eftir nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði Magnús framhaldsnám við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn á árunum 1972 til 1975, undir handleiðslu Richards Mortensen, eins þekktasta abstraktmálara Dana. Magnús var með kunnustu listamönnum landsins og hróður hans barst víða, meðal annars til Spánar, þar sem verk hans vöktu ómælda athygli og aðdáun. Árið 2014 var haldin stór yfirlitssýning á verkum Magnúsar í Listasafni Íslands sem nefndist Form, litur, likami: háspenna / lífshætta. Verk hans hafa verið notuð á nærri 50 samsýningum víðs vegar á Íslandi og Evrópu. Listaverk Magnúsar eru m.a. í eigu Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur, sænsku Nóbelsakademíunnar í Stokkhólmi, Gerðarsafns, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans.

 

Texti: Jón Proppé

 

//


The exhibition I was here by the late artist Magnús Kjartansson (1949-2006) features works on paper and sculptures from the period 1982-1990. During this period Kjartansson worked himself away from intellectual modernism toward some kind of expressionism where primitive shapes and symbols are brought out in vibrant, contrasting colours. This move crosses the fault line that has defined so much of twentieth century art, the divide between a formalised academic approach and some kind of primitivism calling for a robust and personal style. In 1982 Kjartansson transformed his life and his art. This was reflected in sharp changes in his art and the work reflects the intensity and seriousness with which he approached this transformation. We feel his presence in these works much as we sense the presence of the prehistoric men who left their marks on the walls of their caves. The work on the pictures from this period became more and more physical and the handprints and footprints appear as though he had danced on the surfaces. The expression in these works draw the viewer closer to the picture and to Kjartansson himself. Kjartansson’s works during this period are certainly more personal than most of what he had done before. He mixes his own life and memories with symbols that often refer to difficulties, life crisis, or angst. This is clearly depicted in the iron sculpture Claustrophia (1990).

 

Magnús Kjartansson (1949–2006) was among the artists who bridged the gap between formal postwar art – both abstract and figurative – and post-modernistic art in the eighties and nineties of the last century. Kjartansson was one of the founders of the Living Art Museum in the late seventies and was an active participant in exhibitions with his colleagues in various venues, in Iceland and abroad. After studies at the National College of Arts and Crafts in Reykjavik, Kjartansson continued his post-graduate studies at the Royal Academy in Copenhagen, from 1972 to 1975, under the tutelage of Richard Mortensen, one of the most distinguished abstract painters in Denmark. Kjartansson was among the best known artists in Iceland and acknowledged far and wide, for example in Spain, where his art received notable attention and admiration. In 2014 the National Gallery of Iceland organised a Retrospective with Kjartansson’s work bearing the title Form, Colour, Body: High Voltage/Danger. Kjartansson’s art has been part of almost 50 group exhibitions in both Iceland and Europe. His works are in various public collections, including the National Gallery of Iceland, Reykavík Art Museum, the Swedish Nobel Academy in Stockholm, the University Art Museum, Arion Bank, Islandsbanki and Landsbankinn.

 

Text: Jón Proppé

Installation Views