Kristinn E. Hrafnsson: ÞVÍLÍKIR TÍMAR / THESE TIMES - Hverfisgallerí
-
Frá upphafi til enda, 2017
Ljósekta bleksprautuprent og silkiþrykk á 250g/m2 BFK Rives pappír. / Archive inkjet print and silkscreen on 250gsm BFK Rives paper.57 x 76 cm
KEH0205_A_1
-
Eftir upphafið og fyrir endinn, 2017
Ljósekta bleksprautuprent og silkiþrykk á 250g/m2 BFK Rives pappír. / Archive inkjet print and silkscreen on 250gsm BFK Rives paper.57 x 76 cm
KEH0205_B_1
-
Endalaust, 2017
Ljósekta bleksprautuprent og silkiþrykk á 250g/m2 BFK Rives pappír. / Archive inkjet print and silkscreen on 250gsm BFK Rives paper.57 x 76 cm
KEH0205_C_1
-
Fyrir upphafið og eftir endinn, 2017
Ljósekta bleksprautuprent og silkiþrykk á 250g/m2 BFK Rives pappír. / Archive inkjet print and silkscreen on 250gsm BFK Rives paper.57 x 76 cm
KEH0205_D_1
-
Ekkert upphaf enginn endir, 2017
Ljósekta bleksprautuprent og silkiþrykk á 250g/m2 BFK Rives pappír. / Archive inkjet print and silkscreen on 250gsm BFK Rives paper.57 x 76 cm
KEH0205_E_1
-
Aftur (til S.P.)
brons / bronze20 x 106 cm
KEH0196
-
Snúningsmiðja / Gyreeye, 2017
stál / steel24 x 66 cm
KEH0194
-
Endalaust / Endless, 2017
16 x 90 cm
KEH0198
-
Ekkert upphaf enginn endir / No beginning no end, 2017
járn / iron47 x 112 cm
KEH0201
-
Frá upphafi til enda / From the beginning to the end, 2017
72 x 193 cm
KEH0199
-
Eftir Upphafið og eftir endinn / After the beginning and before the end, 2017
35 x 235 cm
KEH0200
-
Fyrir upphafið og eftir endinn / Before the beginning and after the end, 2017
járn / iron23 x 232 cm
KEH0206
-
, 2018
Size variable
KEH0193
-
These Times, 2018
Chromed Iron, Stainless Steel and Oak46 x 35 x 200 cm
KEH0204-1
-
Pendúll / Pendulum, 2017
Anodized Aluminum20 x 160 cm
KEH0195
-
Vindhani / Wind vane, 2017
rafpólerað ryðfrítt stál / Electropolished Stainless Steel16 x 145 cm
KEH0202-1
Kristinn E. Hrafnsson, myndhöggvari, hefur verið virkur í íslensku myndlistarlífi í allt að þrjátíu ár, tekið þátt í fjölda sýninga hér á landi og erlendis, og á fjölmörg verk í opinberu rými. Í verkum sínum hefur hann verið að fást við hvernig þær aðferðir sem menn hafa notað til að staðsetja sig og ná áttum í veröldinni, endurspegla ákveðna sýn á heiminn og tilfinningu fyrir umhverfinu. Einn þáttur í þessari könnun á rýmishugsun er samband rýmis og tíma í skynjuninni, og þeim aðferðum sem eru notaðar við ákvörðun staðsetningar og átta, meðal annars hjá sjófarendum að fornu og nýju.
Á sýningunni ÞVÍLÍKIR TÍMAR í Hverfisgalleríi er tíminn í aðalhlutverki, og jafnvel í stærra hlutverki en á fyrri sýningum Kristins. Og þar sem tíminn í sinni hreinustu mynd er svo óljóst fyrirbæri sem verður ekki tjóðrað við bás þá hefur Kristinn leitað í mátt orðsins til að ná einhverjum tökum á því. Þess vegna verður sá innblástur sem Kristinn hefur sótt í ljóðlistina enn skýrari; það glittir í hugmyndir og ímyndir sem hafa kviknað við lestur ljóða Þorsteins frá Hamri og Sigurðar Pálssonar, báðir góðir vinir listamannsins sem létust fyrir ekki svo löngu.
Setbekkur stendur á miðju gólfinu, hannaður í anda módernískrar, norrænnar hönnunar. Stálpípur og límtré, með innfelldri áletrun, ÞVÍLÍKIR TÍMAR. Orðin má skilja sem upphrópun – hvílíkir og aðrir eins tímar! – eða sem almenna ábendingu – tímar sem þessir. En hvernig sem við skiljum orðin þá eiga þau við um þá undrun og spurn sem tíminn vekur í reynslu manna. Og bekkurinn gefur okkur tækifæri til að staldra við, tylla okkur, og íhuga þá ráðgátu sem felst í flæði tímans.
Áttavitar, sólúr, pendúlar og klukkuskífur eru allt verkfæri sem eru til marks um náin tengsl staðsetningar, hreyfingar og tímaskyns. PENDÚLL er stöng sem stendur upp úr kúlu sem liggur á gólfinu, eins konar pendúll með öfugum formerkjum. Ólíkt hangandi pendúlum þá sveiflast stöngin ekki taktfast fram og aftur og telur tímann, heldur hnitar hún tilviljunakennda og óútreiknanlega hringi ef hreyft er við henni.
Verkið AFTUR OG ENN OG AFTUR má skoða sem tilvísun í hendingu sem er að finna í ljóði eftir Sigurð Pálsson, “aftur, enn og aftur.” Orðalag Kristins gerir orðaröðina samhverfa, þannig að það er hægt að lesa orðasambandið fram og aftur. En hin einfalda samhverfa orðanna dylur óhjákvæmilega ósamhverfu á milli fortíðar og nútíðar. Er það sem gerist aftur og aftur nokkurn tímann eins þegar sífellt er gefið að nýju við gnægtarborð möguleikanna?
FJÓRIR HORNSTEINAR (til Þorsteins), er rauðleitt grágrýti sem er klofið í fernt og stillt upp í hornum gallerísins. Grjótið er efnisleg jarðtenging sem hvort tveggja í senn afmarkar sýningarrýmið og minnir okkur á að núið er rýmislaust. Eins og orð skáldsins sem opnar fyrir okkur rými sem við vissum ekki að væri til staðar.
Hvert orð er atvik er titill á ljóðabók Þorsteins frá Hamri frá árinu 2008. Okkur er gjarnt að hugsa um orð sem varanleg fyrirbæri sem taka hægfara breytingum í menningunni en eru að öðru leyti hafin yfir hverfulleika daglegs amsturs. En lifandi orð þurfa að eiga sér einhverja birtingarmynd í heiminum. Þess vegna brá Kristinn á það ráð að fá til liðs við sig aldraðan vin sinn sem skrifaði eigin hendi óræðar heimspekilegar setningar sem eru steyptar í stál. Með óstyrkri en einbeittri skrift verða setningarnar persónulegar í meðförum hans, eins og verið sé að upplýsa um leyndustu hugrenningar um alla heimsins tíma. Tímalaus orð sem fá líf á tilteknu augnabliki.
Gunnar J. Árnason
//
In the middle of the room stands a bench, made in the spirit of modernist, Scandinavian design. Steel pipes and laminated wood and an inlaid inscription, THESE TIMES. The words may be understood as an exclamation – what an age we live in! – or as a general remark about the times we live in. Irrespective of which cord the words strike, they still impress on us the wonder and puzzlement that belongs to the experience of time. The bench invites us to take our time, have a seat, and ponder the enigma of time’s passing.
The sculptor Kristinn E. Hrafnsson has been active on the Icelandic contemporary art scene for almost three decades and he has exhibited widely in Iceland and abroad and his works are in many public spaces in Reykjavík and throughout Icleland. In THESE TIMES the artist ponders on the question of time, which in its purest form cannot be constrained, so Hrafnsson turns to the power of words to get to grips with it. Hrafnsson’s art focuses on the various methods used by mankind throughout the ages to explore spatial place and direction in the world, which reflect a certain vision of and emotional attachment toward man’s environment. One aspect of this exploration of spatial thought is the relation of space and time in our perception and the techniques used to determine location and direction, as can be found among seafarers both in ancient and modern times.
Compasses, sundials, pendulums and clock faces are all instruments that bear witness to the close link between location, movement and the sense of time. PENDULUM is a rod sticking out of an aluminium globe on the floor, a sort of pendulum in reverse. Unlike hanging pendulums that swing in a regular arc this one follows an erratic and unpredictable trajectory when stirred into motion.
Hrafnsson seeks inspiration in poetry in his art and this is more clearly evident here than before; ideas and images emerge that are evoked through the poetry of two celebrated Icelandic poets and close friends who are both recently deceased, Þorsteinn frá Hamri and Sigurður Pálsson. [AFTUR OG ENN OG AFTUR] can be viewed as a reference to a line in one of Pálsson’s poems, “again, and yet again”. Hrafnsson’s own version creates a symmetry from the word order, allowing the phrase to be read back and forth. But the simple symmetry of words distracts from the inescapable asymmetry of temporal past and future. Can whatever happens again ever be the same when the deck of cards is always reshuffled at the table of chance?
FOUR CORNERSTONES (for Þorsteinn), is a red tinted stone, sawn in four parts, with each of them marking the corners of the gallery. The stone is a material element which both frames the exhibition space and reminds us that the present is without extension – like the words of the poet that opens for us a space we did not know was there before.
Each word is an event is the title of one of the books by Þorsteinn frá Hamri, published in 2008. We have a tendency to regard words as permanent entities that may gradually change in culture but are otherwise immune to the temporality of everyday bustle. But words that breathe life have to manifest themselves in some way in the world. That is why Hrafnsson enlisted an old friend to write in his own hand a few philosophical deliberations that are cast in steel. In a trembling but concentrated handwriting the sentences assume a personal dimension, as if revealing some intimate thought about all the world’s times. Timeless words that come to life at a specific moment in time.
Gunnar J. Árnason