Gabríela Friðriksdóttir: Gabríela - Hverfisgallerí

7 April - 19 May 2018
Works
Overview

“Gabríela Friðriksdóttir hefur í hartnær tvo áratugi unnið með fjölbreytta miðla – allt frá teikningum, málverkum og skúlptúrum til gjörninga, tilraunakenndra myndbanda og myndbandsinnsetninga – í list sinni sem byggir á einstakri fagurfræðilegri sýn. Listheimur hennar er í ætt við súrrealisma, hann byggja blendingar og kynferðislegar verur sem hægt er að túlka sem myndlíkingar fyrir fornar grunnkenndir mannskepnunnar á borð við depurð, sársauka og vanhæfni til að rjúfa eigin einangrun.

Nýjustu verk Gabríelu, yfir fimmtíu málverk á striga, virðast kannski í fyrstu vera einhvers konar frávik frá þessari fagurfræðilegu heimspeki, vegna þess hve „venjuleg“ og kunnugleg þau eru. Líkt og í teikningum sínum, þar sem hún notar aldrei annað en svart blek, skapar Gabríela heim tákna, forma og fígúra sem virðast einangruð og afmörkuð á lituðum striganum en á mótsagnarkenndan hátt eru þau á sama tíma líkt og greypt í tómið í fullkomnum samhljómi.

Lýsa má málverkum hennar sem „andlegu landslagi“ sem leitast í sífellu við að draga fram úr djúpi undirmeðvitundarinnar ástand þar sem eilíf óvissa ríkir. Í mörgum verkanna kallast tveir þættir á: Gabríela notar pastelliti og skæra liti sem geta vakið upp umræðu um smekk en minna einnig á hið „barnalega“, í öðru lagi byggir hún á grunnþáttum táknmynda sem eiga uppruna sinn í næfum málverkum á borð við verk Henris Rousseau.

Að mínu viti er ekki rétt að skilgreina slíka fagurfræðilega sýn einfaldlega sem verið sé að tæla áhorfandann. Gabríela nýtir sér þætti úr hinu „venjulega heimilislífi“ sem détournement, þeim er ætlað að endurvirkja umræðuna um hið „heimilislega“ og hið „kynlega“. Í grundvallarriti sínu útskýrir Sigmund Freud sambandið milli hins „heimlich“ (kunnuglega) og tvíbura þess í andstæðri merkingu, hins „unheimlich“ (ókennilega). Hjá honum er forskeytið „un“ merki um bælingu. Upprunaleg merking „heimlich“ á þýsku gefur til kynna hið heimilislega, kunnuglega, þekkta en orðið hefur einnig tekið á sig merkingu hins falda, dulda, leynda – þess sem er bælt eða falið í notalegu heimilislífinu. Hið ókennilega verður þá formið sem hið bælda leyndarmál fær á sig þegar aðstæðurnar kalla það fram úr djúpum undirmeðvitundarinnar.

Í hinum áhrifaríka texta Compulsive Beauty (1993), býður listasagnfræðingurinn Hal Foster upp á annars konar túlkun súrrealismans, víðs fjarri viðtekinni sýn André Bretons um ást og frelsi. Foster rannsakar dökkar hliðar listastefnunnar með gleraugum sálgreiningar Freuds: Hið ókennilega, hið áráttukennda, dauðahyggju, sókn tækninnar og neysluhyggjunnar í mannlegu samfélagi, „poupée“ eða vélgervingu mannsins.

Gabríela vísar til margra þessara þátta í verkum sínum, til dæmis í minninu um grímuna eða um reðurtákn sem rjúfa yfirborð. Titlar verka hennar – Snákasambandið, Perlukafararnir eða Ljósaskiptin svo nokkur séu nefnd – eiga einnig uppruna sinn í þjóðsagnakenndum sögum og ævintýrum og ýja að frásögninni sem finna má í málverkunum. Þessi tenging við sögur sem foreldrar okkar eða afar og ömmur hafa sagt okkur auðgar enn merkinguna og tvinnar saman þræði á samskeytunum milli sakleysis bernskunnar og eðlislægu ofbeldi sögunnar, kynferðisins og hins torkennilega. Þessar andstæður gera boð á undan sér í léttleika formlegs tungumálsins. Á þennan hátt má einnig lýsa málverkunum sem nokkurs konar yfirskilvitlegum lykli handa áhorfandanum. Verk Gabríelu leitast við að bera boð á milli raunveruleikans og drauma, milli reglu og óreiðu, milli völundarhússins hið innra og áferðarfallegs yfirborðsins, milli ákafrar ástríðu og gleði og hyldjúprar depurðar.”

Raphael Gygax, listfræðingur og sýningarstjóri. Þýðing: Ingunn Snædal.

//

“For nearly two decades, the Icelandic artist Gabriela Friðriksdóttir has incorporated a wide variety of media – from drawing, painting and sculpture to performance, experimental music and video installation – in a body of work that systematically draws on a singular aesthetic philosophy. Hers is a world tending towards Surrealism, peopled with hybrid and sexually charged beings that can be read as metaphors for ancient and fundamental human emotions, such as melancholy, pain and the impossibility of breaking out of individual inner isolation.

Her most recent body of work, a large group of over fifty paintings on canvas, may seem at first view to be an accidental exception to this aesthetic strategy due to its “domestic” familiarity. As in her drawings, which are strictly limited to the use of India ink, Friðriksdóttir establishes a vocabulary of symbols, forms and figures, which, paradoxically, appear both isolated and marked off on the coloured canvas and, at the same time, harmoniously embedded in this emptiness.

Her paintings could be described as “mental landscapes” which persistently attempt to visualise anew, from the depths of the unconscious, conditions that are in a constant state of uncertainty. The combination of two elements are significant in many of the works: Friðriksdóttir relishes the use of pastel and bright colours in a way that opens a debate around taste but also evokes the “childish”; secondly, as if intensifying this impression, she employs iconographic elements that find their origin in naïve paintings such as those of Henri Rousseau.

I would suggest a reading that understands this aesthetic strategy not simply as a seduction of the viewer. Friðriksdóttir uses these elements of the “domestic” sphere as a détournement, precisely to reactualize the discourse around the “homely” and the “uncanny”. In his canonical text, Sigmund Freud explains the relationship between the concept of the “heimlich” (homely) and its negatively connoted twin, the “unheimlich” (uncanny). He describes the prefix “un” as a signal of repression. The primary meaning of “heimlich” in German signifies the domestic, homely, familiar; by extension, it has a secondary meaning of the hidden, suppressed, secret – that which remains suppressed or buried in the cozy domesticity of the home. The “unheimlich”, then, is the unfamiliar form taken by that suppressed secret when circumstances force it up from the hidden recesses of the unconscious.

In his seminal study Compulsive Beauty (1993), the art historian Hal Foster offers an alternative reading of Surrealism, far from André Breton’s primacy of love and freedom. He examines the dark side of this school of art, based on Freud’s psychoanalysis: the uncanny, the compulsive, the death drive, the advancing mechanization and “commodification” of our society, the “poupée” or machine man. Friðriksdóttir alludes to many of these themes in her paintings: for instance, in the motif of the mask or phallic elements penetrating surfaces. Also the titles of her paintings – Union of the Snake, The Pearl Divers or Crepusculum just to mention a few – harken back to mythological stories or fairy tales, alluding to the narrative potential of her paintings. This connection to stories often told to us by our parents and grandparents lays down a further level of meaning and interweaves a cross-coordinate on the axis between innocent childhood and the fundamental violence of history, sexuality and the strange. This polarity is directly anticipated in the lightness of the formal language. In this way, the paintings could be also described as a transcendent key for the viewer. Friðriksdóttir’s work continually takes on a translating function between reality and dream, as well as between order and chaos, the labyrinthine inner and the clean exterior, intense joyful passion and heavy melancholy.”

Raphael Gygax, Curator and Art historian

Installation Views