Sigtryggur Bjarni Baldvinsson: Útvarp Mýri / Radio Wetland - Hverfisgallerí
-
Allir litir Kvarans / All Kvaran's colours, 2018
gvass á pappír / gouache on paper50 pieces 14,5 x 21 cm each
-
14 bláir Kvarans / Kvaran’s 14 Blue, 2018
gvass á pappír / gouache on paper14 pieces 38,5 x 58 cm each
-
Mýraskuggar speglaðir vatnslitir, 2018
vatnslitir og gvass / watercolour and gouache124 x 106 cm
-
KK í Mýri, 2018
vatnslitur og gvass / watercolour and gouache108 x 124 cm
-
Merlandi Héðinsfjarðarvatn, 2018
olía á striga / oil on canvas190 x 250 cm
-
Mýri 4, 2018
olía á striga / oil on canvas115 x 95 cm
-
Mýri 6, 2018
olía á striga / oil on canvas115 x 95 cm
-
Mýri 5, 2018
olía á striga / oil on canvas140 x 160 cm
-
Mýri 7, 2018
olía á striga / oil on canvas115 x 95 cm
Fyrir nokkrum misserum var ég beðin um að skrifa stutta hugleiðingu um fagurferðilegt gildi mýrinnar og þá varð mér hugsað til mýrarverka Sigtryggs sem ég hafði þá nýverið séð í fyrsta sinn á sýningunni Mýrarskuggar (2016). Mér varð hugsað til þessara verka vegna þess að ég fann að ég var að bregðast öðruvísi við bóninni um að skrifa um mýrina heldur en ég hefði brugðst við áður en ég sá sýninguna. Áður hefði ég líklega orðið eilítið hissa í bland við að fyllast undrun og vilja heyra meira um það hvers vegna mýrin varð fyrir valinu. En ég varð ekki hissa, heldur fannst mér ég strax skilja hversvegna viðkomandi vildi draga athygli fólks að fagurferðilegu gildi mýrinnar. Ég hafði upplifað þetta gildi sjálf þegar ég eins og sökk ofan í mýrina í málverkum Sigtryggs.
Franski fyrirbærafræðingurinn Maurice Merleau-Ponty skrifar í ritgerð sinni „Augað og andinn“ að málverkið hafi umfram aðra miðla getuna til þess að lýsa því hvernig við lifum meðal hlutanna í heiminum, hvernig við upplifum heiminn og tengjumst honum í gegnum skynjunina. Merleau-Ponty hefur ritgerðina á tilvitnun í ævisögu málarans Cézanne: „Það sem ég er að reyna að sýna þér er dularfyllra, það er samofið sjálfum rótum verunnar, í ósýnilegu upphafi skynjunar.“[1] Þessi tilvitnun lýsir þeirri sýn á heiminn sem bæði fyrirbærafræðingar eins og Merleau-Ponty, og málarar eins og Cézanne, reyndu að miðla og tjá. Markmið þeirra beggja var að lýsa skynjun okkar á veruleikanum eins og hún er áður en við hugtökum veruleikann, áður en við flokkum hann og greinum út frá fyrirframgefnum hugmyndum og ætlunum. Þessar hugleiðingar Merleau-Ponty kalla á vangaveltur um það hvort ástæða þess að Cézanne tókst svona vel að lýsa beinni skynjun af veruleikanum sé sú að hin fagurferðilega athygli sem málari eins og Cézanne veitir viðfangi sínu sé samskonar athygli og sú sem er leitast við að beita með aðferðum fyrirbærafræðinnar. Þetta er athygli sem beinist að því að skynja bara til að skynja, og að dvelja við skynjunina til að finna hvernig hún verkar á okkur, hvaða viðbrögð hún kallar fram, og finna svo réttu orðin, litina eða formin, jafnvel hljóðin og hreyfinguna til þess að miðla til annarra þessari skynjun og viðbrögðunum sem hún kallaði fram. Þetta er að mati Merleau-Pontys sú tegund þekkingar sem við þurfum að beina sjónum okkar að, og hann telur heimspekina geta lært ýmislegt af einkennum málaralistarinnar um það hvernig rót þessarar þekkingar liggur í líkamanum.
Mér varð hugsað til þessara skrifa Merleau-Ponty‘s í tengslum við verk Sigtryggs vegna þess að í mýrarskuggunum sem ég eins og sökk ofan í fannst mér ég fá einhverskonar aðgang að þessu augnabliki þar sem málarinn verður svo fangaður af mýrinni að hann fann þörf til þess dvelja enn lengur við skynjunina með því að festa hana á striga og miðla þessari sterku skynjun þannig áfram. Ég fór í huganum og í líkamanum sjálf að mýrinni, ég var allt í einu komin í návígi við mýrina eins og ég sogaðist að henni, öll mín athygli var fönguð og henni sökkt ofan í hvern einasta skugga af hverju einasta strái.
Hvað er það við málverkið sem gerir það að verkum að það getur haft þessi áhrif á mig, að mér finnist ég sökkva inn í skynjunina sem var undanfari þessa málverks? Getur verið að hin líkamlega athöfn sjálf, það að dvelja við að mála hvern einasta skugga og hvert einasta strá, líkamni í raun þá einbeittu athygli sem bara það að horfa á mýrina, og ekki bara horfa heldur dvelja við, vera með henni, kallaði á upphaflega? Það var einmitt líkaminn og þáttur líkamans í málaralistinni sem Merleau-Ponty hafði áhuga á að skoða, ekki síst vegna þess að hann taldi skilning á því ferli málarans að breyta veruleikanum eins og hann birtist honum í málverk geta leitt til betri skilnings á því hvað gerist almennt í samruna líkamans við veruleikann sem umlykur hann. Markmið hans með pælingum sínum um líkamann var í raun að hvetja okkur til að hætta að horfa á hlutina einungis utan og ofan frá og veita því athygli hvernig við lifum og erum á meðal þeirra. Að mati Merleau-Ponty’s er það listin, og þá sérstaklega málaralistin, sem umfram aðra miðla hefur getuna til þess að lýsa því hvernig við lifum meðal hlutanna í heiminum, hvernig við upplifum heiminn og tengjumst honum í gegnum skynjunina. Fyrirbærafræðingar eins og Merleau-Ponty höfðu það að markmiði að finna leiðir til þess að lýsa veruleikanum frá sjónarhóli reynslunnar, ekki lengur utan og ofan frá, heldur á meðal hlutanna. Hin fyrirbærafræðilega aðferð átti að hjálpa okkur að „fresta“ fyrirframgefnum hugmyndum og hugtökum til þess að nálgast veruleikann eins og hann birtist okkur beint í gegnum skynjunina, áður en við hugtökum hann með orðum. Það sem Merleau-Ponty ýjar að í skrifum sínum um Cézanne er að aðferð málarans sé í raun mun áhrifaríkari en aðferð fyrirbærafræðinnar. Að mínu mati hefjast báðar aðferðirnar á sama skrefinu: að skynja bara til að skynja. Að taka opinn á móti áhrifum þess sem maður skynjar, dvelja við og taka á móti merkingu frekar en að varpa fyrirframgefinni merkingu á viðfangið. Með öðrum orðum, báðar aðferðir hefjast á fagurferðilegri skynjun. Fagurferðileg skynjun einkennist af þessu; að horfa á himininn til að dást að honum en ekki til að gá til veðurs, að horfa á vatnið streyma bara til að gleyma sér í því og renna saman við það, en ekki til að reikna út hversu mörg megavött það gæti framleitt, að horfa á mýrina bara til að leyfa sér að sökkva ofan í hina huldu heima sem liggja undir kyrrlátu yfirborðinu en ekki til að reikna út hversu mikið kolefni hún gæti bundið.
Hvaða þekking er þetta sem er miðlað á milli okkar í gegnum málverk? Eins og ég sagði í upphafi brást ég öðruvísi við bón um að skrifa um gildi mýrinnar eftir upplifun mína af mýrarmálverkum Sigtryggs heldur en ég hefði gert áður. Það sem ég hafði meðtekið var ný tenging við veruleikann mýri, ég sá hana allt í einu sem eitthvað nýtt, eitthvað annað, eitthvað sem mig langaði að tengjast á nýjan hátt, eitthvað sem ég sá að á sér sjálfstæða tilvist, algerlega óháð takmörkuðum hugmyndum okkar um blauta fætur, farartálma og kolefnisbindingu. Mýrin sem var „bara mýri“ er núna meira fyrir mér. Núna er fegurð hennar mér mikilvæg, að hún fái að vera til og vera allt það sem hún er, óháð því hvort ég komi nokkurn tíma nálægt henni eða hafi af henni nokkur not. Hún hefur öðlast tilvistargildi fyrir mig. Hún á að fá að vera til bara vegna þess að hún er til og ber vitni um ferlana sem þessi jörð og hennar jarðarbúar eru. Auðvitað vissi ég þetta allt áður, ég vissi að mýrin hefur eigið tilvistargildi sem mikilvægur hluti vistkerfisins, en þessi vitneskja var ekki uppi á yfirborðinu. Hún hafði ekki lifandi merkingu fyrir mér. Þekking á hráum staðreyndum verður að mínu mati aldrei fær um að hreyfa svo við skynjun minni á náttúrufyrirbæri að ég virkilega finni fyrir þessu tilvistargildi sem fyrirbærið hefur. Það er ekki einungis rökvísi mín sem meðtekur gildið, heldur er það skynvísin sem finnur gildi og merkingu þess sem ég skynja.
En hvað er það að finna gildi eða merkingu í einhverju? Við notum orðið „finna“ til að lýsa því þegar við erum að leita að einhverju og finnum það. Við notum það til að lýsa því þegar við finnum fyrir einhverju líkamlega eða tilfinningalega. Til-finning, er að finna til einhvers, finna eitthvað, skynja það. Til þess að gildi mýrinnar fái lifandi merkingu fyrir okkur þurfum við að skynja hana, finna fyrir henni, dýfa tánum í hana, setjast niður, finna, horfa, hlusta, tengja. Með því að beina athyglinni að því að skynja hana bara til að skynja finnum við fegurðina í mýrinni, og tilvistargildi hennar um leið.
Eftir samtöl mín við Sigtrygg og við málverkin hans leiði ég nú hugann oftar að mýrinni og er orðin forvitin um að komast nær henni, jafnvel prófa að fara úr skóm og sokkum og ganga í henni eða leggjast á þúfu og hlusta á fjölbreytileika lífríkisins. Ég er líka farin að taka eftir því að söngurinn í lóunni sem ég nýt þess að hlusta á inn um gluggann minn kemur frá mýrinni; nágranna mínum sem ég heimsæki samt svo sjaldan. Skynjun mín og sú athygli sem ég beini að mýrinni hefur breyst.
Fegurð lýsir ákveðnum tengslum sem við getum valið að vera í við veruleikann. Við höfum öll hæfileikann til að tengjast því sem við skynjum á þennan hátt, en að misjöfnu marki hefur hann dofnað hjá mörgum einhversstaðar á lífsleiðinni eða skólagöngunni. Við hættum að sjá fegurðina í öðru en því sem okkur er sagt að sé fallegt. Mikilfenglegir fossar, litskrúðug háhitasvæði, hvítir jöklar, mosagrónar hraunbreiður, stórskornar strendur, er ef til vill það fyrsta sem okkur dettur í hug þegar við tölum um að íslenskt landslag búi yfir einstakri fegurð. En mýri er „bara mýri“. En ef betur er að gáð, getum við líka fundið fegurð í mýrinni, ef við skynjum hana bara til að skynja. Þá skynjum við kannski að mýrin er ekki „bara mýri“, heldur er hún lifandi veröld sem syngur. Kjarval kenndi okkur á sínum tíma að sjá fegurðina í hrauninu, ef til vill mun okkur í framtíðinni þykja jafn sjálfsagt að finna fegurð í mýrinni eins og okkur þykir að sjá hana í hrauninu í dag.
-Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Lektor við Listaháskóla Íslands og nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóli Íslands
[1] Maurice Merleau-Ponty. „Eye and Mind“ í The Merleau-Ponty Aesthetics Reader, Philosophy and Painting. Ritstýrt af Galen A. Johnson og Micheal B. Smith. Northwestern University Press, Evanston, Illinois, 1993. Bls. 121.
//
Some time ago, I was asked to write a short text about the aesthetic value of wetlands (mýri), and then Sigtryggur‘s wetland works that I had recently seen at the exhibition Mýrarskuggar (2016) came to my mind. I thought of these works because I felt that I was reacting differently to the request to write about the wetland than I would have reacted before I saw that exhibition. Before, I would probably have been a bit surprised, mixed with filled with wonder and wanting to hear more about why the wetland was chosen as a topic. But I was not surprised, rather I felt that I immediately understood why that person wanted to draw people‘s attention to the aesthetic value of the wetland. I had experienced that value myself when I sort of sank into the wetland in Sigtryggur‘s paintings.
The French phenomenologist Maurice Merleau-Ponty writes in his essay “Eye and mind” that the painting, above other media, has the ability to describe how we live amongst the things in the world, how we experience the world and relate to it through our senses. Merleau-Ponty begins his essay with a quote from Cézanne‘s biography: “What I am trying to convey to you is more mysterious; it is entwined in the very roots of being, in the impalpable source of sensations.”[1] This quote describes a worldview that phenomenologists like Merleau-Ponty and painters like Cézanne tried to mediate and express. They shared the aim of wanting to describe their perception of the world as it is before we conceptualize it, before we categorize it and analyze it from the perspectives of our preconceived ideas and intentions. Merleau-Ponty‘s ideas make one wonder whether the reason why Cézanne could mediate a direct perception of reality so well, was that the aesthetic attention that he pays to his object is the same kind of attention that is at play in the methods of phenomenology. This is attention directed only towards perceiving just to perceive, to dwell with your perceptions and feel how they act on you, how you react to them, and then find the right words, colours, forms, sounds or movements, to express and mediate to others this perception and the reactions it created. This is in Merleau-Ponty‘s view the type of knowledge that we need to pay more attention to, and he believes philosophy can learn something from the art of painting about how this root of knowledge lies in the body.
I thought about these writings of Merleau-Ponty in relation to Sigtryggur‘s works, because in those wetland shadows that I sort of sank into I felt as if I gained some type of access to the moment where the painter is so captured by the wetland that he feels this need to dwell even longer with that perception by capturing it on canvas and continuing this strong perception to mediate it to others. In my mind and in my body I visited that wetland, I was all of a sudden up close to it, as if I was being pulled towards it, all my attention was captured and sinking into each and every shadow of each and every straw.
What is it about the painting which makes it able to affect me in this way, that I feel like I am sinking into the perception that preceded the painting? Can it be that the bodily act itself, to dwell in the act of painting every shadow and every straw, materializes the focused attention that just looking at, and not only looking but dwelling within it, being with it, originally called for? It was the body and its role in painting that Merleau-Ponty was interested in, not least because he thought that understanding the process by which the painter changes reality as it appears to him into a painting could lead to a better understanding in general of how the body is intertwined with the world. In Merleau-Ponty‘s view art, and especially painting, has the ability above other media to be able to describe how we live among the things of the world, how we perceive the world and relate to it through our perception. Phenomenologists like Merleau-Ponty aimed to find ways of describing reality from the perspective of lived experience, to stop looking at things only from outside and above, and rather pay attention to how we live amongst them. The phenomenological method was supposed to help us bracket our preconceived ideas and concepts, to enable us to comprehend reality as it appears to us before we conceptualize it through words. What Merleau-Ponty seems to hint at in his writings about Cézanne is that the painter‘s methods are actually much more effective than the methods of phenomenology. I think both methods start with the same step: Perceiving only to perceive. To receive openly the effect of what you are sensing, dwell with it and receive meaning, rather than projecting preconceived meanings on the object. In other words, both methods start in aesthetic perception. Aesthetic perception is characterised by this; to look at the sky to admire it and not to check for the weather, to look at the river stream just to forget oneself in it and flow into it, but not to calculate how many megawatts it could produce, to look at the wetland just to let oneself sink into the hidden worlds which lie under the still surface but not to calculate how much Co2 it can bind.
What type of knowledge is mediated between us through a painting? Like I wrote above, I reacted differently to the request to write about the value of the wetland after experiencing Sigtryggur’s wetland works than I would have before. What I had received was a new relation to the reality of the wetland, I suddenly saw it as something new, something else, something that I wanted to relate to in a new way, something that I realised has its own existence, far beyond our narrow ideas of wet feet, obstructions and Co2 binding. The wetland, that used to be “just wetland” is now more to me. Now its beauty is important to me, that it can exist and be all that it is, independent of whether I ever come close to it or have any use for it. It has gained existence value for me. It should be allowed to be there just because it exists and bears witness to the processes that this earth and its earthlings are. Of course I knew all this before; I knew that the wetland has its own existence value as an important part of the ecosystem, but this knowledge was not on the surface. It did not have a living meaning for me. Knowledge of raw facts can in my view never move my perception of natural phenomena in such a way that I really feel and sense the existence value that the phenomena has. It is not only through my rationality that I get to know the value, it is also through my felt sense that I find the value and meaning in what I´m perceiving.
But what is it to feel the value or meaning of something? We use the Icelandic word “finna” (feel/find) to describe when we are searching for something and then find it. We also use it to describe when we feel something physically or emotionally. The word for emotion, “til-finning”, is to feel something, find something, sense something. For the value of the wetland to gain a living meaning for us, we need to sense it, feel it, dip our toes into it, sit down, feel, look, listen, connect. By directing our attention to perceiving just to perceive, we find the wetland’s beauty, and at the same time we find/feel its existence value.
After my conversations with Sigtryggur and his paintings, I now think more often about the wetland and have become curious about coming closer to it, even try taking my shoes and socks off and walking in it or lying down in the grass to listen to the diversity of the living world there. I also pay more attention to the fact that the bird song that I enjoy listening to through my window comes from the wetland, my neighbour that I visit so seldom. My perception of the wetland and the attention I pay to it has changed.
Beauty describes a certain type of relation that we can choose to be in with the world. We all have the ability to relate to what we perceive in this way, but to various degrees it has weakened in many people somewhere along the walks of life, or on the walk through the school system. Somewhere on the way we stop seeing the beauty in anything other than what we are told is beautiful. Grand waterfalls, colourful geothermal areas, white glaciers, moss covered lava, magnificent beaches, are perhaps the first things that come to mind when we talk about Icelandic landscapes being uniquely beautiful. But the wetland is “just wetland”. But if we pay closer attention to it, we can also find beauty in the wetland, if we perceive it only to perceive. Then we might see that the wetland is not „just wetland“, rather it is a living world that sings. Kjarval once taught us to see the beauty in the lava, perhaps in the future we will find it as normal to see beauty in the wetland as we now see it in the lava.
-Guðbjörg R. Jóhannesdóttir
Assistant professor at the Iceland Academy of the Arts and post-doctoral fellow at the Institute for philosophy at the University of Iceland.
[1] Maurice Merleau-Ponty. „Eye and Mind“ in The Merleau-Ponty Aesthetics Reader, Philosophy and Painting. Edited by Galen A. Johnson and Micheal B. Smith. Northwestern University Press, Evanston, Illinois, 1993. Pg. 121.