Loji Höskuldsson: Súper lókal - Hverfisgallerí
LOJI HÖSKULDSSON
Súper lókal
Blómin sem fljóta upp úr Kókómjólkurfernunni hans Loja koma ekki út úr Kókómjólkurfernunni eins og hún er í dag heldur Kókómjólkinni eins og hún var. Árið 2014 varð Klói, ekki í fyrsta skiptið, aftur nýr. Minna loðinn, massaðri, samtímalegri samkvæmt miðjum öðrum áratug aldarinnar. Við sjáum þessa hluti, þetta landslag sem við þekkjum, þegar það breytist, eldist, brotnar.
Þannig fara þessi verk í margar áttir. Inn í þrá samtímans eftir því sem við þekkjum, þekktum. Þar sem við söknum saman Kókómjólkurinnar, Ópalsins, eða föttum saman að græna ruslatunnan, Freyjukaramellan, Hlöllabátamerkið, eru svona hlutir, íslenskir hlutir, hluti af íslenska vistkerfinu. Og þá kannski íslenskur hlutur sem við eigum einhvern tíma eftir að missa. Sígarettustubbar voru fleiri á götunni, Milletúlpur líka, neftóbakshorn standa ekki sjálf. Og þetta landslag fortíðar-nútíðar speglast líka í handverkinu. Útsaumurinn er gamall og nýr, þjóðlegur og miðbæjarlegur.
En listaverk Loja eru svo heillandi, aðgengileg, aðlaðandi, að þau geta líka blindað. Þau eru næstum því of augljóslega myndlistarverk. Þau grípa mann, láta mann elska þau, virðast segja manni eitthvað. Eitthvað einfalt kannski. En kannski líka eitthvað annað. Af hverju langar mig að horfa á, eiga, elska, þessi verk? Eru þessar borgar-myndir, minningar, samskeytingar, augljós og kunnugleg og þar af leiðandi sönn? Við viljum eigna okkur hugmyndina að verkunum og hugmyndina að Loja og þessa skjalfestingu á okkar sífellt hverfandi-verðandi samtíma.
Þá kannski sjáum við aðrar áttir til að fara í. Hægt er að sjá nálina og holuna sem hún gerir í flata, geómetríska landslagið eins og hið stafræna 1 og 0. Útópískt mótsvar við óræðri upplifun okkar á heiminum. Við gætum talað um Loja og loftlagsvá. Hvernig eyðilegging vistkerfisins er líka fagurfræðileg. Plastpokinn er bleikur eða gulur eða merktur af hönnun eða sannfærandi slagorði. Íslenskar vörur sem verða íslenskt rusl sem verður íslensk mengun, og síðan íslensk list. En er þetta nóg? Að segja að fagurfræði sé líka, líkt og okkar íslenski heimur, að einhverju leyti blindandi? Loji reynir ekki að fela neitt, það sést alltaf í strigann líka. Listaverkið sjálft er augljóst. Er Loji þá að gefa okkur leyfi til að elska Kókómjólkurfernuna, neftóbaksplastið, lituðu plastumbúðir karamellunnar, með því að búa það til úr þræðinum? Að sjá það ekki sem rusl sem safnast saman í holræsinu með haustlaufunum, fífunum, kerflinum, „raunverulegu“ náttúrunni sem lifir með okkur, heldur sem einhvers konar skilgreiningu?
Loji veit þetta. Íslenski heimurinn er ekki fallegri en annar. Þetta er bara ein mynd af heimi. Og hann er ekki lokaður. Utanaðkomandi hlutir sjást líka og verða íslenskir, Neutral þvottaefni, sushi, eitthvað frá Ikea kannski, croquet. Kannski eru verkin þá að segja okkur að við búum í prísund þeirra hluta sem við neyðumst til að muna eftir og elska. Að við höfum ekki mikil völd yfir hverju við búum til minningar úr. Að hvöt listamannsins, eins og hvers borgara, ræðst meira af vistkerfinu sem við fæðumst inn í heldur en raunverulegri ást. Verkin eru að verða þrívíðari og þróunin er augljós.
-Starkaður Sigurðarson, rithöfundur og sýningarstjóri
//
LOJI HÖSKULDSSON
Súper lókal
The flowers that float up out of Loji’s chocolate milk carton do not come out of the carton as it is today but the chocolate milk carton as it was. In 2014, the mascot for this particular chocolate milk brand, Klói, was, not for the first time, again made new. Less hair, more buff, more contemporary according to the middle of the second decade of the century. We see these things, this landscape that we know, when it changes, ages, breaks.
In this way these artworks can go in many different directions. Into the desire our contemporaneity has for that which we know, knew. Where we miss the chocolate milk together, or the Ópal candy, or realize, together, that the green trash can by the sidewalk, the Freyja caramel, the Hlöllabátar logo, are these kind of objects, Icelandic objects, parts of the Icelandic ecosystem. And then maybe an Icelandic object that we will one day lose. Cigarette stubs were more numerous in the street, Millet jackets also, the horn of snuff does not stand on its own. And this past-present landscape is mirrored in this work’s craft. Embroidery is old and new, folksy and downtowny.
But Loji’s artwork is so charming, accessible, attractive, that it can also blind us. His works are almost too obviously works of art. They captivate, make you love them, seem to tell you something. Something simple maybe. But maybe also something else. Why do I want to look at, own, love, these works? Are these city-scapes, memories, juxtapositions, obvious and familiar and therefore true? We want to take ownership of the idea of these works and the idea of Loji and this documentation of our constantly disappearing-appearing present.
Then we might see other ways to go. It is possible to see the needle and the hole it makes in the flat, geometric landscape like the digital 1 and 0. A utopian retort to our ambiguous experience of the world. We can talk about Loji and the climate crisis. How the destruction of the environment is also aesthetic. The plastic bag is colored pink or yellow or graphically designed or carries a convincing slogan. Icelandic products that become Icelandic trash that becomes Icelandic pollution, and then Icelandic art. But is this enough? To say that aesthetics is also, like our Icelandic world, capable of blinding us? Loji does not try to hide anything; the canvas is also always visible. The artwork is obvious. Is Loji then giving us permission to love the chocolate milk carton, the plastic snuff horn, the colored plastic wrapper of the caramel, by making them from thread? Seeing it not as trash that gathers in the gutter with the autumn leaves, the cotton grass, the chervil, the “real” nature that lives with us, but rather as a sort of cataloging?
Loji knows this. The Icelandic world is not more beautiful than any other. This is just one picture of a world. And it is not closed. Foreign objects are also seen and become Icelandic, Neutral laundry detergent, sushi, something from Ikea maybe, croquet. Maybe these works are telling us that we are imprisoned by the things that we are forced to remember and to love. That we do not have much power over what we make memories out of. That the instinct of the artist, like any citizen’s, is produced more by the environment we are born into than by real love. The works are becoming more three-dimensional and the development is obvious.
-Starkaður Sigurðarson, writer and curator