Helena Margrét Jónsdóttir: DRAUGUR UPP ÚR ÖÐRUM DRAUG - Hverfisgallerí

30 January - 13 March 2021
Works
Overview

Draugur upp úr öðrum draug

Myrkragardínan rúllast upp með ískri þegar ég dreg hana upp frá gluggakistunni til að sjá stjörnurnar. Það eru allir farnir að sofa nema ég, draugarnir og köngulóin hinum megin við glerið. Næturnar leka inn í dagana og myrkrið gerir það að verkum að ég finn engan mun á dag eða nóttu. Það breytir engu hvort gardínan er frá eða fyrir.

Dagarnir eru beiskir og saltir en næturnar sætar, eins og marsipan. Það teygist bara á þeim, næturnar lengjast og hökta, þær flæða ekki lengur mjúklega heldur rykkjast til, það ískrar í þeim og ég reyni að gera vel við mig til að jafna það út. Tunglið og stjörnurnar rúllast upp á milli lakkrísins og tungan rúllar út til að taka á móti þeim. Munnvatnið og rauðvínið drýpur og hellist og sullast, það sullast og hellist og skvettist og ég reyni að grípa það í glas en það slettist áfram. Ég ber fyrir mig hendina, tunguna og tærnar en það rennur í gegnum mig. Munnurinn er fullur af munnvatni og ég kyngi og svolgra og gleypi en hann fyllist alltaf aftur. Ef ég opna munninn lekur það út, það drýpur og skvettist og sullast. Tunglinu og stjörnunum og draumunum er pakkað inn í háværar umbúðir, ég reyni að rífa í hornið en puttarnir renna í gegn. Ég næ engu taki á lakkrísnum og munnvatnið drýpur látlaust út um munnvikin. Ég gefst upp á að kyngja og gúlpa og læt munnvatnið hellast í stöðugum taumi niður tunguna sem lafir úr munninum. Það
þornar aldrei upp, ekki frekar en rauðvínið.

Ég lít á köngulóna, hún er farin að spinna nýjan vef. Hún fer hring eftir hring inn að miðjunni, hún spinnur og vefur og bíður, bíður í hringiðunni eftir að allt sem hana dreymir um komi til sín. Ég öfunda hana. Það festist allt sem hana langar í við klístraðan vefinn sem minnir mig á lakkrísrúllu. Ég tygg súrar hlaupköngulær og gúmmíorma, það eina sem ég næ einhverju taki á, en hlaupið festist í tönnunum á mér og ég fæ illt í magann. Mér líður eins og gúmmíið iði upp í mér. Ég er komin með svartan blett á tunguna og rauðvínsvarir. Gagnsæ, glær og klístruð en það festist ekkert við mig. Eins og draugur. Ég þræði fylltar lakkrísreimar í skóna, ég er löngu búin að týna hinum. Lakkrísinn klárast ekki og dagarnir renna áfram, rúllast hver á eftir öðrum, tunglið, stjörnurnar og sólin og við draugarnir og köngulóin á milli þeirra eins og marsipanfylling.

 

///////

 

A Ghost of Another Ghost

The blackout curtain rolls up with a squeak when I pull it up from the window ledge to see the stars. Everybody has gone to sleep except I, the ghosts and the spider on the other side of the glass. The nights seep into the days, the darkness makes it impossible to tell night from day. It does not matter whether the curtain is drawn or not.
The days are bitter and salty but the nights sweet, like marzipan. They keep stretching, the nights constantly get longer, and they hobble, they don’t flow softly anymore, instead they twitch and squeak, and I try to pamper myself to even things out. The moon and the stars are rolled up between the liquorice and the tongue rolls out to greet them. My saliva and the red wine drips and pours and splashes, it splashes and pours and spatters, and I try catching it in a glass, but it runs through me. The mouth is full of saliva and I swallow and gulp down and quaff, but it keeps filling up again. If I open my mouth, it will flow out, drip and splash and spatter. The moon and the stars and the dreams are covered with loud wrappings, I try grabbing hold of one corner, but my fingers glide straight through. The liquorice slips between my fingers and my saliva drips non-stop from the corners of my mouth. I stop trying to swallow and gulp and allow the saliva to flow down from the tongue, which is hanging from my mouth. It never dries up, no more than the red wine.

I look at the spider; it is spinning a new web. It goes round and round, in towards the centre, it spins and weaves and waits, waits in the swirl for the arrival of what it dreams of. I envy it. Everything it wants gets caught in the sticky web which reminds me of a liquorice roll. I chew on sour jelly spiders and worms, the only thing I can get hold of, but the jelly sticks in my teeth and I get a stomachache. I feel like the jelly is wriggling in my mouth. There is a black spot on my tongue and my lips are red from the wine. Transparent, clear and sticky, yet nothing sticks to me. Like a ghost. I thread my shoes with filled liquorice strips, I lost the other ones a long time ago. The liquorice never runs out and the days keep flowing, roll by one after another, the stars and the sun and us ghosts and the spider between them like a layer of marzipan.

Installation Views