Jeanine Cohen: Innra rými / Inner Space - Hverfisgallerí

30 April - 2 July 2022
Works
Overview

Innra Rými

Jeanine Cohen er belgískur listamaður sem fæst við lita- og formrannsóknir. Með þrívíðum veggverkum sínum, lágmyndum, kannar hún áhrif lita og forma á rýmisupplifanir okkar. Rýmið sem hún fæst við í list sinni er ekki síður hið innra rými verksins sjálfs, samsetning á lögum efna og lita er skapa rými innan rýma, innan rýma.

Verk hennar eru sjálfstæðar einingar en eiga jafnframt í samtali hvert við annað í sýningarrýminu. Þau eru fáguð yfirlitum, öguð, og formin sterk og einföld. Breidd litapallettu nnar nær frá ómeðhöndluðum viðnum yfir í frumliti og jafnvel neón. Litirnir endurkastast af hvítum veggjunum og innan verksins sjálfs myndast einskonar lokaður heimur þar sem ljós- og skuggaspil skapa sín eigin form. Við erum hér minnt á stórfenglega getu augans til að umbreyta geislum ljóssins yfir í merkingarbæra skynjun á umhverfi okkar. Verkin hafa þannig áhrif handan sýningarrýmisins og fylgja okkur sem vegvísir inn í daglega lífið og hvernig við getum frekar skerpt á myndrænni skynjun okkar á undrum umhverfisins í kringum okkur.

Í verkum sýningarinnar, sem öll eru meðal hennar nýjustu, notar Jeanine ómeðhöndlaðan við sem uppistöðu í rúmfræðilegum strúktúrum er sjá má sem vísanir til málverksins, einskonar uppbrot eða afbyggingu á ramma hins hefðbundna málverks þar sem rammaefnið er tekið í sundur og málað á það í stað striga. Málverkið sýnir þannig ekki mynd heldur myndar rammaefnið nokkurskonar arkitektónískt, naumhyggjulegt rými þar sem litafletir mætast í ljósi og skugga. Rýmið innan verksins er þannig í senn augljóst og dularfullt.

Á yfir fjögurra áratuga listferli sínum hefur Jeanine fengist við slíkt rýmisspil með notkun grunneininga málverksins í fjarveru greinanlegs myndefnis. Þar koma fyrir hreinar línur, skýr form og litasamsetningar sem vísa gjarnan frá þeim er við þekkjum úr sögu málverksins. Verk hennar eru í allskyns stærðum og gjarnan um og yfir líkamsstærð, í beinu samtali við arkitektúr og mannslíkamann. Í sýningunni hér má hinsvegar sjá minni verk, sem vel mætti hugsa sér að myndu rúma efri hluta líkamans væru þau portrett.

-Birta Guðjónsdóttir

 

////

 

Inner Space 

Jeanine Cohen is a Belgian artist who researches colour and form. With her three-dimensional wall works, reliefs, she explores the effects of colours and shapes on our spatial experiences. The space she is occupied with in her art is more specifically the inner space of the work itself, an interplay of layers of wood and colours that create shadow-spaces within spaces, within spaces.

Cohen’s works are independent units but their installing in the exhibition space creates a dialogue between them. They are sophisticated, disciplined and the forms are stark and strong. Their scope of colour palette ranges from untreated wood to the principal colours and even neon. The colours are reflected by the white walls and within the work itself an inner world is formed where light and shadows create their own shapes. We are reminded of the magnificent ability of the eye to transform rays of light into a meaningful perception of our environment. The works thus have an impact beyond the exhibition space and guide us in how we can further sharpen our visual perception of the wonders of the environment around us.

In the works of the exhibition, all of which are among her most recent ones, Cohen uses untreated wood as a basis for geometric structures that can be seen as references to painting, a kind of fragmentation or deconstruction of traditional painting where the frame material is disassembled and painted on instead of a canvas. The painting thus does not show a picture, the frame material forms an architectural, minimalist space where colour surfaces meet and merge in light and shadow. The space within the work is thus both obvious and mysterious.

Throughout her career of over forty years, Jeanine has engaged in such spatial explorations using the basic elements of the painting in the absence of recognizable imagery. There are sharp lines, clear shapes and colour combinations that often range outside of those we are familiar with from painting history. Her works are of various dimensions, often quite large, in direct conversation with the architecture they are installed in, and with the human body. In this exhibition, however, she presents smaller works, which one might see as bust-size if they were portraits.

-Birta Guðjónsdóttir

Installation Views