Edda Jónsdóttir: Teikningar / Drawings - Hverfisgallerí
Hildurgunnur Birgisdóttir
Þetta eru teikningar, þær þrýstast út og koma öllum á óvart. Þetta er allt sama myndin, hversvegna þær verða mismunandi skrifast á fýsn eða forvitni. Tilhlökkunin er ærandi, endurtekningin gerir einlægnina tærari. Þetta er orðin þrá, þarna er hamingjan. Áður var ýmislegt en nú liggur hamingjan þarna, með tímanum er sjálfsefinn alveg farinn.
Dagsformið kallar á eitthvað;
Pappírinn er til grundvallar, það fer eftir dagsforminu hvort teikningin fer upp og niður eða til hliðanna, þær eru frjálsari til hliðanna, hitt er jarðbundnara. Blokkirnar hrannast upp, kerfin skarast. Höktið við vatnslitinn þegar blýanturinn kemur á eftir. Stundum eru allir litirnir uppurnir, vantar áður óþekktan lit svo myndin gangi upp. Þær gera það stundum og stundum ekki, tilfinningin er góð eftir sem áður. Þessar klaufalegu fara á varamannabekkinn. Róa sig, það verður kíkt á þær seinna.
Þetta eru teikningar sem fjalla um lífið, þetta lárétta og lóðrétta og allar ákvarðanir þar á milli.
~
„Ég vissi aldrei í gamla daga hvort ég væri abstrakt eða ekki“ E J, 2022
They happened by chance to their surprise
Hildigunnur Birgisdóttir
These are drawings. They are all the same image, their difference lies in some urge or curiosity. The anticipation is overwhelming, repetition makes the sincerity more sincere. This has become an obsession where happiness can be found. Before, there were a lot of things but now happiness lies therein and with time the self-doubt has disappeared.
The paper is fundamental, the mood each day directs if the drawing goes up and down or to the sides. Sideways is freer, the other more down-to-earth. The blocks pile up, systems overlap. The faltering watercolour when the pencil follows. Sometimes, the colours don’t suffice, a new and unknown colour is required for the image to make sense. Occasionally they do and sometimes they don’t, either way it feels good. The awkward ones are side-lined, no stress, they will be looked at later.
These are drawings about life, the horizontal/vertical and all the decisions in between.
~
“ I never knew if I was abstract or not.” EJ, 2022