Sigurður Árni Sigurðsson: Ný verk / New Works - Hverfisgallerí

28 February - 3 May 2013
Works
Overview

Við eigum til að gleyma því hvað málverk eru í rauninni furðulegir hlutir. Málverk er strangt til tekið ekki annað en þunnt lag af málningu á tvívíðum fleti, oftast uppstrekktum striga, en samt erum við vön því að líta á málverk sem rými, veröld sem listamaðurinn opnar okkur og gæðir lífi með list sinni. Þessi veröld getur innihaldið nánast hvað sem er: Landslag, fólk, furðudýr eða abstrakt form. Við upplifum gjarnan rýmið í málverkinu eins og við séum að horfa út um glugga og margir meta málverk þeim mun meira því betur sem listamanninum tekst að vekja þessa blekkingu. Við vitum náttúrlega að þetta er blekking en við njótum hennar samt því málverkið opnar okkur hlið að veröld handan hversdagsleikans. Við samykkjum blekkinguna og það er samningur okkar við listamanninn.

 

Málverk Sigurðar Árna Sigurðssonar virðast við fyrstu sýn halda þennan samning. En þegar betur er að gáð kemur í ljós að Sigurður hefur á ýmsa vegu svikið okkur um þá sjálfsögðu blekkingu sem við erum vön. Stundum eru göt í litafletinum svo skín í ómálaðan strigann og við þurfum að velta því fyrir okkur hvar rýmið í málverkinu liggur: Götin gefa í skyn að það sé falið rými inni í málverkinu sjálfu, milli málningarinnar og strigans, og það rýfur blekkinguna. Málverkið er ekki lengur eins og gluggi að annarri veröld heldur er veröldin bara málverkið sjálft, litur á striga. Samt er þetta auðvitað líka blekking. Rýmið milli málningarinnar og strigans er ýkt með máluðum skuggum svo liturinn virðist fljóta framan við myndflötinn en þetta rými er ekki sýnt, aðeins gefið í skyn. Við upplifum það í huganum.

 

Skuggamálverk Sigurðar Árna eru ekki síður flókin þótt þau kunni að sýnast aðgengilegri. Skuggar eru, þegar allt kemur til alls, kunnuglegur hluti af þeirri þægilegu blekkingu sem við erum vön og oft nauðsynlegir til að teikna fram rýmið: Hlutir í málverki varpa skugga rétt eins og hlutir í veruleikanum. Í málverkum Sigurðar Árna sjáum við hins vegar bara skuggana – enga hluti. Skuggar birtast ekki nema eitthvað varpi þeim og það er eins konar náttúrulögmál. Hér stöndum við fyrir framan stórt einlitt málverk sem á má sjá skugga af börnum en hvar eru börnin? Með réttu ættu börnin að standa fyrir framan flötinn sem skuggar þeirra varpast á, í sama rými og við stöndum sjálf í. Þessi málverk opna okkur vissulega glugga að einhvers konar rými en það rými er ekki inni í myndinni eins og við erum vön heldur fyrir framan hana og í því felst eins konar þversögn: Hin eðlilega aðgreining milli ytra rýmisins og innra rýmis málverksins þurrkast út. Hvernig í ósköpunum á að lesa svona málverk? Er þetta kannski skugginn af mér sjálfum í æsku?

 

Myndlist Sigurðar Árna snýst um að vekja svona spurningar, að vekja okkur til umhugsunar um okkar eigin veröld og samhengi hennar við þær ýmsu táknveraldir sem við búum okkur til. Sigurður Árni minnir okkur í sífellu á að það sé kannski svolítið ískyggilegt hvað við erum viljug til að láta blekkjast af myndum og táknum

 

Jón Proppé

 

//

 

We tend to forget what profoundly strange objects paintings really are. A painting is, strictly speaking, only a thin layer of paint on a two-dimensional plane, usually a stretched canvas, and yet we are accustomed to approaching paintings as another space, a world that the painter opens up to us and endows with life. This world can contain just about anything: Landscape, people, fantastic animals or abstract forms. We could say that we experience paintings much as we look through a window and many value paintings primarily for how well they achieve this illusion. Of course we know full well that it’s an illusion, but we enjoy it because the painting affords us a view of another world, beyond our everyday surroundings. We accept the illusion and this is the contract we make with the artist.

 

Sigurður Árni Sigurðsson’s paintings seem, at first glance, to adhere to this contract, but on closer examination we see that the artist has in many respects denied us the illusion we have come to expect. Sometimes there are holes in the layer of colour, showing the unprimed canvas underneath, and we have to work out for ourselves where the space of the painting is to be found. The holes hint at a hidden space within the painting itself, between the paint and the canvas, and this disrupts the illusion. The painting is no longer like a window onto another world; its world is only the painting itself, paint on canvas. Of course, though, this is also an illusion. The space between the paint and the canvas is exaggerated with painted shadows so that the paint seems to float in front of the canvas but this space is not shown, only indicated. One can experience it only in one’s mind.

 

Sigurðsson’s shadow paintings are no less complicated though, again, they seem quite accessible. Shadows are, after all, a familiar feature of the comfortable illusion we expect, serving to give the scene in a painting added depth and realism: Things in a painting cast shadows just as in real life. In Sigurðsson’s paintings, however, we see only shadows, no things, and this is perplexing: Shadows appear only when there are things to cast them and this is a law of nature. Here we stand before a painting with shadows of children but where are the children? Normally, the children should be standing in front of the surface onto which their shadow falls, in the same space, then, where we the viewers stand. These paintings can still be said to open a window onto some kind of space, but that space is not in the painting as we are used to think of it. Instead, it is in front of the painting and this presents a kind of paradox: The normal distinction between the inner space of the painting and the outer space in which the painting hangs is eradicated or blurred. How are we supposed to read or interpret such a painting? Is this perhaps the shadow of my own childhood self?

 

Sigurðsson’s art continually raises such questions and forces us to think about our own world and its relationship with the various symbolic worlds that we create. It reminds us that there is perhaps something sinister in how willing, even eager, we are to be deceived by images and symbols.

 

Jón Proppé

Installation Views