Magnús Kjartansson: Verk frá 1980 - 83 / Works from 1980 - 83 - Hverfisgallerí
-
Krókaleiðir, 1981
silkiþrykk, akríl og túss á pappírKrókaleiðir, 1981
silkscreen print, acryl and ink on paper81,5 x 62 cm
MAK0019
-
Tengingar, 1981
silkiþyrkk, collage, akríl og ljósnæm efni á pappírTengingar, 1981
silkscreen print, collage, acrylic and photosensitive materials on paper83,5 x 61 cm
MAK0025
-
Samvinna I, 1981
silkiþrykk og akríl á pappírSamvinna I, 1981
silkscreen print and acrylic on paper71,5 x 56,5 cm
MAK0016
-
Upp, 1981
silkiþrykk, akríl, krít og ljósnæm efni á pappírUpp, 1981
silkscreen, acrylic, chalk and photosensitive materials on paper81,5 x 62 cm
MAK0014
-
Varúð, 1981
silkiþrykk og akríl á pappírVarúð, 1981
silkscreen print and acrylic on paper81,5 x 62 cm
MAK0021
-
Þversögn, 1981
silkiþrykk, collage og ljósnæm efni á bómullarstrigaÞversögn, 1981
silkscreen, collage and photosensitive materials on cotton canvas132,5 x 135,7 cm
MAK0026
-
Kimi, 1981
silkiþrykk og akríl á pappírKimi, 1981
silkscreen print and acrylic on paper81,5 x 62 cm
MAK0020
-
Samvinna II, 1981
silkiþrykk og akríl á pappírSamvinna II, 1981
silkscreen print and acrylic on paper71,5 x 56,5 cm
MAK0017
-
Að ábyrgjast það, 1981
silkiþyrkk, collage og ljósnæm efni á pappírAð ábyrgjast það, 1981
silkiþyrkk, collage and photosensitive materials on paper60,5 x 85,5 cm
MAK0015
-
Haki og blár stóll, 1983
silkiþrykk, collage, teppalím og ljósnæm efni á pappírHaki og blár stóll, 1983
silkscreen, collage, carpet tape and photosensitive materials on paper104 x 75,5 cm
MAK0023
-
Gul fata, 1982
akríl, rista og ljósnæm efni á pappírGul fata, 1982
acrylic, carved and photosensitive materials on paper104 x 75,5 cm
MAK0022
-
Efniviður, 1980
akríl og framköllun með dagsbirtu á ljósnæman strigaEfniviður, 1980
acrylic and prints with natural light on photosensitive canvas157 x 117,5 cm
MAK0024
-
Hafnarkrókur, 1982
akríl, krít og ljósnæm efni á pappírHafnarkrókur, 1982
acrylic, chalk and photosensitive materials on paper75,5 x 104 cm
MAK0013
-
Jarðtenging, 1981
silkiþrykk, collage, akríl og túss á pappírJarðtenging, 1981
silkscrren, collage, acryl and ink on paper61 x 86 cm
MAK0011
-
Heynálar, 1982
akríl og ljósnæm efni á pappírHeynálar, 1982
acrylic and photosensitive materials on paper104 x 75,5 cm
MAK0018
Það er tiltölulega auðvelt að greina tímabilin í listsköpun Magnúsar Kjartanssonar sem reyndar urðu of fá því hann lést í september 2006 aðeins fimmtíu og sjö ára gamall. Magnús sökkti sér ofan í myndlistina af miklum ákafa og tókst á við verkefni hennar af einurð svo hver rannsókn tók nokkur ár og gat af sér raðir myndverka sem bera sterk einkenni í viðfangsefni og úrvinnslu. Bakgrunnur hans í myndlist var nokkuð öðru vísi en flestra af hans kynslóð því í stað þess að hella sér í nýjustu stefnur og hugmyndir tileinkaði hann sér framan af strangan skóla næstu kynslóðar á undan og vann sig gegnum viðfangsefni módernismans undir leiðsögn færustu manna.
Magnús naut fyrst leiðsagnar Harðar Ágústssonar einn vetur meðan hann var í Menntaskólanum í Reykjavík en Hörður kenndi þar námskeið á vegum listafélagsins og var Magnús eini nemandinn. Herði mun hafa fundist mikið efni í Magnúsi og og hvatti hann til frekara listnáms. Að loknu stúdentsprófi 1969 fór Magnús í Myndlista- og handíðaskóla Íslands þar sem Hörður var skólastjóri. Hafði Hörður svo mikið álit á Magnúsi að hann sendi verk hans í alþjóðlega samkeppni myndlistarnemanda, þótt slíkt tíðkaðist annars ekki í skólanum, og vann Magnús þau verðlaun. Hann lauk náminuvið Myndlistar- og handíðaskólann árið 1972 og hélt þaðan til Kaupmannahafnar með bestu meðmæli.
Við Konunglegu akademíuna í Kaupmannahöfn gerðist Magnús nemandi Richards Mortensen sem var vissulega einn af þekktustu listamönnum Danmerkur. Mortensen tilheyrði þeirri kynslóð sem setti allt á annan endann í danskri myndlist á árunum fyrir seinni heimsstyrjöldina, hópnum sem í voru líka m.a. Ejler Bille, Svavar Guðnason, Else Alfelt og Asger Jörn. Þau innleiddu súrrealismann og áhrif frá frumstæðri list í danska myndlist en Mortensen flutti eftir stríð til Frakklands og hneigðist þar til strangflatarlistar eins og flestir á þeim tíma. Þegar hann kom aftur heim til Danmerkur 1964 og tók við prófessorsstöðu við akademíuna er óhætt að segja að nálgun hans hafi verið orðin afar fáguð og akademísk en að sama skapi nokkuð úr takti við tíðarandann og nýrri list.
Þjálfun Magnúsar í myndlistinni var þannig kannski frekar gamaldags en að sama skapi ítarleg og einbeitt. Magnús vann sig markvisst gegnum námið, aðferðir málverksins og litafræðina, geómetríu, teikningu og mótun. Hann þótti sýna mikla hæfileika strax þegar hann útskrifaðist úr Menntaskólanum og að loknu sex ára ströngu listnámi voru fáir sem höfðu náð jafnmiklu valdi á tækni og efni og hann. Undir lok námstímans fór hann þó að bylta því sem hann hafði lært og leita nýrra leiða þótt það kostaði óánægju Mortensens. Frá málverkinu sneri hann sér að klippimyndum, collage, þar sem allt önnur lögmál gilda. Þegar hann koma heim aftur frá námi hélt hann stóra sýningu á klippimyndum á Kjarvalsstöðum og vöktu þær mikla athygli. Í þeim var sterkur pólitískur tónn sem birtist í gagnrýni á neyslusamfélagið. Síðar gerði Magnús líka skúlptúra úr málmi og ýmu öðru efni. Marga sem kynntust honum undraði hve honum virtist létt að vinna í mismunandi miðla og efni; allt virtist leika í höndunum á honum. Hann vann mikið en sýndi ekki oft.
Árið 1982 umbreytti Magnús aftur bæði lífi sínu og myndlist. Hann hætti að drekka áfengi og fór að einbeita sér meira að fjölskyldunni. Þessu fylgdu líka mikil umbrot í myndlistinni og verkin bera þess vitni að hann tókst á við þetta verkefni af engu minni einurð en hann hafði áður haft við námið undir akademísku meisturunum. Hann bjó að gríðarlegri þekkingu á miðlum og aðferðum og tók nú enn til við að brjóta allt upp.
Magnús beitti gamalli ljósmyndatækni, meðal annars bláprenti og svokallaðri Van Dyke-tækni. Þessar aðferðir má rekja til upphafsára ljósmyndatækninnar á fimmta áratug nítjándu aldar og nýta ljósnæm efni sem bera má á pappír. Aðferðirnar eru frumstæðar ef borið er saman við tuttugustu aldar ljósmyndatækni. Filman er lögð beint á pappírinn en ekki varpað á hann gegnum linsu og efnin sem nota þarf eru bæði vandmeðfarin og óstöðug. Magnús nýtti sér alla þessa möguleika og fann marga til viðbótar.
Smátt og smátt verður til merkilegur táknheimur í þessum verkum Magnúsar, myndir sem koma fyrir aftur og aftur. Þar eru hlutir í ljósmyndunum sem fá undarlega sterka merkingu: Sög, ljósapera, krókur, skilti sem á stendur „Háspenna / Lífshætta“, Biblía í þvingu, saxófónleikari, kind. Í þessari endurtekningu fáum við vísbendingu um að listamanninum sé nokkuð niðri fyrir en Magnús tekur líka af allan vafa með því að nota endurtekið ljósmyndir af sömu konunni, Gústu, sem var nágranni hans, gætti hans í æsku og hafði á hann mikil áhrif. Gústa birtist okkur hálfvegis eins og goðsögn en við fáum líka tilfinningu fyrir manneskjunni og það er alltaf bjart yfir mynd hennar; hún er gleðiminning en tilheyrir liðnum tíma. Það er sterkur frásagnarandi í þessum verkum og um leið eins konar sálgreining sem felst í upprifjun og endurtekningu sömu minna. Umfram allt er þó hve stíllinn er opinn og öruggur. Með nýrri aðferð gat Magnús mátað sig við ýmsar lausnir og leitað sinna eigin leiða framávið svipað og hann hafði gert þegar hann var að ljúka náminu í Kaupmannahöfn og gerði upp við afstraktið með því að fara að fást við klippimyndir og samsetningar.
Með verkunum frá 1982 til 1988 vann Magnús sig frá hinni vitsmunalegu hugmyndafræði módernismans aftur í einhvers konar expressjónisma þar sem frumstæð form og iðandi litir ráða. Þarna má segja að átakalínur í myndlistinni hafi legið mestalla tuttugustu öldina þrátt fyrir allar aðrar sviptingar og endalausar nýjungar – milli akademískrar nálgunar og einhvers konar prímitífisma sem kallar á sterka og persónulega tjáningu og lætur verkið taka yfir af kenningunni. Þessi verk Magnúar eru líka mun persónulegri en flest það sem hann hafði áður fengist við. Í þeim teflir hann fram eigin lífi og minningum saman við tákn sem flest vísa á uppgjör, kreppu og vissa lífsangist. Þessi afhjúpun á eigin persónu er ekki síður mikilvæg en hin nýja tækni sem Magnús þróaði, eða ný nálgun í teikningunni, og hún tengir hann öðrum sviðum myndlistarinnar en nokkrum hefði áður dottið í hug að bendla hann við.
Með þeim verkum sem hann vann á pappír árin 1982 til 1988 lagði Magnús grunninn að því að snúa sér aftur að málverkum. Verkin sem við tóku eru unnin með olíu á striga og eru í stærri skala og einfaldari að lit, jafnvel bara svört og hvít, stundum með áföstum hlutum eða skúlptúrum. Í þeim má þó sjá ýmislegt af því sem hann þróaði í pappírsverkunum, form og myndir, jafnvel útlínur mannshandar. Síðar málaði hann Col tempo þar sem Gústa birtist aftur og er sú myndröð eitt höfuðverk á ferli Magnúsar og í myndlist hans tíma; það varð líka síðasta verkið frá hans hendi. Þótt hann hafi enn skipt um efni og farið aftur að málverkinu má lesa ákveðna samfellu við eldri verkin og uppgjörið sem þar fór fram. Það uppgjör háði hann ekki bara við sjálfan sig þótt auðvelt sé að lesa slíkt úr myndunum, heldur við listasöguna og möguleika myndlistarinnar.
//
It is relatively easy to distinguish the periods in Magnús Kjartansson’s work; there were too few of them as he died in September 2006, only fifty-seven years old. In 1969 Magnús came to the Icelandic College of Art and Crafts where Hörður Ágústsson was rector. He believed so strongly in his pupil that he sent his work in to an international competition though there was no precedent for it in the school. Magnús won third place. At the Royal Art Academy in Copenhagen he came to study with Richard Mortensen who was undoubtedly one of Denmark’s best-known artists. He worked with determination through his subjects, the methods of painting, colour theory, drawing and form. Already at the gymnasium he had been seen as talented but when he had been through six years of strict training his command of materials and techniques was extraordinary. Towards the end of his studies, though, he began to develop his own approaches and experiment, despite opposition from Mortensen. He turned from painting to collage and where a totally different set of rules applies. When he returned to Iceland in 1976 he held a large exhibition of such works in the Reykjavík Art Museum and attracted a lot of attention. The works had a strong political thread, expressed in opposition to consumer society. Later, Magnús was to make sculptures in metal and other materials. many who got to know him early on wondered at this facility with different materials. He worked hard but did not exhibit very often.
In 1982 Magnús transformed his life and his art. He gave up drinking and concentrated instead on his family. This was reflected in sharp changes in his art and the work reflects the intensity and seriousness with which he approached this transformation. With his deep knowledge of artistic methods and media he began to break up all that he had learned.
Magnús turned to old photographic techniques, including blueprints and so-called Van Dyke-prints. These methods date back to the earliest days of photography back in the 1840s and use light-sensitive chemicals applied to paper. They are primitive compared to modern photographic practice and Magnús laid the film directly on the paper for contact prints rather than projecting the image with light. Magnús used all these methods and invented many more.
Gradually a whole world of peculiar symbols emerges in the work, images that are used again and again. Some objects in the photographic images become particularly ominous: A saw, a light bulb, a stevedore’s hook, a sign reading “Danger High Current”, a Bible in a vise, a saxophone player, a sheep. Through this repetition we are given to understand the seriousness of the paintings and the personal journey involved. Magnús also makes this quite clear by using photographs of the same old woman in several pictures, Gústa, who was a neighbour and often looked after him when he was a child. Gústa appears to us like a figure out of mythology but we also get a certain sense of her character and her image in always light and joyful though it clearly belongs to another time. There is a strong sense of narrative in these works and a sort of self analysis executed through the repetition of elements and images. Above all, though, the style and execution are admirably open and accomplished. Using new techniques, Magnús could test different solutions and search for his own way forward, just as he had done at the end of his studies when he worked himself away from his teachers by turning to collages and assemblage.
In 1982 and 1983, Magnús Kjartansson worked himself away from intellectual modernism toward some kind of expressionism where primitive shapes and symbols are brought out in vibrant, contrasting colours. This move crosses the fault line that has defines so much of twentieth century art, the divide between a formalised academic approach and some kind of primitivism calling for a robust and personal style. These works by Magnús are certainly more personal than most of what he had done before. He mixes his own life and memories with symbols that often refer to difficulties, life crisis, or angst. The revelation of himself is no less important than the new techniques Magnús developed or a new approach in his drawing and through it his work connects to fields of artistic practice that few would have associated him with before.
With the works on paper from 1982 to 1988, Magnús laid the foundation for his return to painting. The works that followed were made with oil paint on canvas and are on a larger scale and much more restrained in colour, sometimes on black and white, sometimes with sculptural elements added. In them we continue to see images and fragments from the symbolic world Magnús assembled in the 1980s, forms and images, even the outline of human hands. Eventually he was to paint the series Col tempo in which Gústa appears again and that series is a key work in Magnús’ career and in the Icelandic art of his time. It was also to be his last large-scale work. Though Magnús had again moved to a different medium, returning to oil painting, we can discern a clear progression from the older work and the critical revaluation they involved. That revaluation involved not only Magnús himself but also the art history out of which he came and the potential of art itself.
Jón Proppé