Jeanine Cohen: Einhverstaðar á milli / Somewhere between - Hverfisgallerí

27 June - 3 August 2013
Works
Overview

Grunnþætti í listsköpun minni tel ég vera liti, strúktúr, rými og tíma. Þessir þættir eiga margar birtingarmyndir og er verk mín dæmi um þær.

 

Ég er fyrst og fremst málari en hef mikinn áhuga á ljósmyndun og arkitektúr; er almennt forvitin um byggingaferli, ekki síst ferlið við að byggja upp málverk.

 

Fyrir nokkrum árum færðist athygli mín frá striganum að rammanum, málverkin urðu þrívíðir strúktúrar sem varpa skuggum bæði innan strúktúrsins og út fyrir hann. Ljós er mikilvægur hluti verkanna og segja má að vinna mín við verkin sé leit að leiðum til að opna þau fyrir birtu.

 

Niðurstaðan verður einskonar arkitektúr lita, birtu- og skuggavarps. Ljósið skapar endurskin sem gæða verkin ákveðinni „rómantík”. Verkin eru þó alltaf byggð upp á geometrískan hátt, ég leitast við að láta liti vinna innan geometríunar.

 

Nýtt verk verður til við endurtekna sköpun, rannsókn á sköpuninni og endursköpun sem færa mér nýja möguleika, þannig að hvert skref gefur nýtt sjónarhorn.

 

//

 

I consider the basic elements of my art to be colour, structure, space and time, and my work illustrates the various ways in which those elements find a way of expression.

 

First and foremost I am a painter, but I also have a huge interest in photography and architecture; it reveals my curiosity in construction, the process of building a painting.

 

A few years ago I shifted my attention from the canvas to the frame, the paintings became three-dimensional structures and cast shadows both within the structures and outside them. Light is a major constituent, and my way of working can be partly explained as finding ways of opening up the paintings to light.

 

The result of this work is sort of an architecture of color, light and projected shadows. The light creates reflections, which imbue the work with certain “romanticism” but the work is still always structured by geometry exploring a way for colour to operate within that geometry.

 

New works spring from possibilities discovered after long periods of making, studying and re-making, each stage is a new perspective.

 

Jeanine Cohen

Installation Views