Tumi Magnússon: Nýleg númer / Recent Numbers - Hverfisgallerí
-
Telefonitis, 2013
vídeóTelefonitis, 2013
video5 samstilltir skjári / 5 synchronized screens
TUM0044
-
Recent Numbers 6900704, 2013
lakk á fundið efniRecent Numbers 6900704, 2013
lacquer on found material68.5 x 58.2 cm
TUM0033
-
Recent Numbers 5510204, 2013
lakk á fundið efniRecent Numbers 5510204, 2013
lacquer on found material65.6 x 29.6 cm
TUM0035
-
Recent Numbers 6901725, 2012
lakk á fundið efniRecent Numbers 6901725, 2012
lacquer on found material35.4 x 27.1 cm
TUM0034
-
Recent Numbers 60633312, 2013
lakk á fundið efniRecent Numbers 60633312, 2013
lacquer on found material39.4 x 15.8 cm
TUM0039
-
Recent Numbers 20212607, 2013
Lakk á fundið efni37.8 x 109.5 cm
TUM0042
-
Recent Numbers 60708718, 2012
lakk á fundið efniRecent Numbers 60708718, 2012
lacquer on found material50.5 x 40.5 cm
TUM0038
-
Recent Numbers 28712225, 2012
akríl á fundið efni (glerrúðu)Recent Numbers 28712225, 2012
acrylic paint on found material (glass)70 x 40 cm
TUM0031
-
Recent Numbers 9808789993, 2013
Lakk á fundið efniRecent Numbers 9808789993, 2013
Lacquer on found material30,3 x 46,7 cm
TUM0037
-
Recent Numbers 97974225, 2013
grafít á fundið efniRecent Numbers 97974225, 2013
grafit on found material35 x 30 cm
TUM0040
-
Recent Numbers 5697700, 2013
lakk á fundið efniRecent Numbers 5697700, 2013
lacquer on found material34.2 x 20 cm
TUM0041
-
Recent Numbers 72177308, 2013
Lakk á fundið efniRecent Numbers 72177308, 2013
Lacquer on found material33.7 x 42.2 cm
TUM0036
-
Recent Numbers 53241239, 2012
akríl á fundið efniRecent Numbers 53241239, 2012
acrilyc on found material19 x 33.2 cm
TUM0032
-
Recent Numbers 26487971, 2013
lakk á fundið efniRecent Numbers 26487971, 2013
lacquer on found material84 x 58.5 cm
TUM0030
Á meira en þriggja áratuga ferli sínum hefur Tumi Magnússon komið víða við og útfært verk sín á nýstárlegan hátt svo sýningar hans koma jafnvel þeim á óvart sem fylgst hafa vel með honum. Hann lauk námi í byrjun níunda áratugarins þegar margir listamenn af hans kynslóð enduruppgötvuðu málverkið og helltu sér út í gáskafullan expressjónisma þar sem myndefnið var oftar en ekki sprottið úr fantasíu. Tumi málaði líka en myndir hans skáru sig strax úr. Hann notaði reyndar gjarnan sterka liti eins og jafnaldrar hans en litafletirnir voru stærri, hreinni og ágengari. Myndefnið var líka öðruvísi, sótt í hversdagsleikann frekar en fantasíuheiminn en í meðförum hans urðu hversdagslegir hlutir, til dæmis gaffall eða blýantur, undarlega merkilegir og merkingarþrungnir. Hann nálgaðist málverkið á allt annan hátt en flestir samtíðarmenn hans og það var ljóst að hann leit ekki bara á það sem hentugan miðil til tjáningar heldur hafði fyrst og fremst áhuga á miðlinum sjálfum og verkin voru umfram allt rannsókn, könnun á möguleikum málverksins, og til þess dugði honum þetta hversdagslega myndefni.
Á tíunda áratugnum kom enn betur í ljós hve markvisst hann vann að rannsókn sinni þegar hann hætti að sýna okkur form hversdagslegra hluta heldur lét duga að draga fram litina og tefla þeim saman. Þannig urðu til málverk sem tefldu saman, til dæmis, litinn á hunangi og sýrópi eða kjúklingi og handsápu. Samspil þessara lita á striganum reyndist undarlega heillandi og verkin voru til þess fallin að opna augu áhorfenda fyrir eðli og fegurð litanna í hversdagslegu umhverfi okkar. Smátt og smátt teygði Tumi rannsóknir sínar enn lengra og fór að nota ljósmyndir og vinna verk í tölvu sem síðan voru prentuð út á vínil og límd upp á veggi sýningarrýmisins. Einhvern veginn voru þær sýningar samt enn þá rökrétt framhald af rannsókninni á möguleikum málverksins og hversdagsleikans. Jafnvel þegar hann fór að nota vídeó og setja upp innsetningar virtust þær einhvern veginn „malerískar“ – hluti af sama hugsanaferli og hafði áður birst í málverkunum. Tumi virtist geta dregið fram kjarnann í hvaða myndefni sem er og komið auga á tengingar í hversdagsumhverfinu sem við tökum ekki eftir í erli hversdagsins.
Myndröðin „Nýleg númer“ sýnir hve langt þessari rannsókn Tuma hefur miðað. Hér sækir hann enn í hversdagslegt umhverfi okkar. Formræn forsenda þessara verka er hlutur sem við höfum öll í höndunum alla daga án þess að gefa honum mikinn gaum í sjálfu sér: Farsíminn. Lyklaborð símans myndar hnit fyrir teikningu þar sem draga má línur milli hnappanna, til dæmis skálínu frá 7 til 3 eða stutta lóðrétta línu frá 6 til 9. Annar eiginleiki farsímans er að hann geymir símanúmerin sem við notum, númer þeirra sem við hringjum í eða sem hringt hafa í okkur. Ef þessi númer eru teiknuð upp sem línur á lyklaborðið verður til formteikning út frá hnitunum, fundin mynd sem lá falin í hversdagsleikanum, abstrakt en samt undarlega persónuleg því hvað er í nútímanum nærgöngulla en samskipti okkar í farsímanum – nýlegu númerin. Í framsetningu á þessum teikningum gengur Tumi svo skrefi lengra því hann hefur komið auga á að hnitin sem eru svo kunnugleg á lyklaborðinu má finna út um allt í umhverfi okkar. Naglagöt á spýtu, blettir á skáphurð eða smáatriði í ljósmynd geta komið í stað talnanna á lyklaborðinu og hægur vandi að yfirfæra nýlegu númerin á þessa hluti. Hvort tveggja er þannig tekið beint úr hversdagsleikanum, teikningin og flöturinn sem teikningin er dregin á.
Þessi verk sýna kjarnann í rannsókn Tuma. Hann hefur alltaf haft auga á formrænu og malerísku eðli hversdagshluta og samspili þeirra. Rannsóknin sem byrjaði fyrir þrjátíu árum í lithreinum málverkum af brúkshlutum eins og blýanti eða gaffli hefur leitt í ljós að hægt er að skoða alla veröldina sem málverk eða teikningu og að við sjálf erum sífellt að teikna fram nýjar myndir á þennan alltumlykjandi striga, jafnvel þegar við erum bara að hugsa um að hringja í mömmu eða athuga innistæðuna á bankareikningnum.
//
In a career spanning more than three decades, Tumi Magnússon has often managed to surprise even those who follow his exhibitions closely. He finished his studies at the beginning of the 1980s when many of his contemporaries were rediscovering painting and embraced a playful expressionism, as often as not based on fantasy or pop imagery. Tumi also painted but his paintings were quite different. He used bright colours, as did many of his friends, but the colour field were bigger, cleaner and more aggressive. His imagery was different, too, drawn from everyday life rather than fantasy, and in his treatment the most mundane objects – a fork or a pencil, for example – became imbued with interest and meaning. He approached his paintings differently and it was clear that he did not see it as simply a convenient tool for expression but was genuinely fascinated by the medium itself. His works represent his deep research into the possibilities of painting and, for that, the plainest imagery was sufficient.
In the 1990s it became ever clearer how determined he was in his research when he stopped showing us everyday objects and reduced his paintings to showing only the colours of things, often contrasted one against another. This produced canvases that showed gradations between, for example, the colour of honey and syrup or chicken and soap. The resulting modulations of colour proved unexpectedly fascinating and the paintings opened the viewer’s eyed to the character and beauty of the colours that fill our immediate environment. Gradually, Magnússon extended his research and began to use photographs and eventually computers to produce work that could be printed out on synthetic film and pasted directly onto the walls of the exhibition space. Somehow, these exhibitions still appeared to be the next logical step in his examination of the possibilities of painting and everyday subjects. Even when he started to make videos and installations, they seemed to be somehow “painterly” – part of the same line of thought that had earlier informed the paintings. He seemed able to draw out the essence of any image he chose to find connections in the environment the most of us are too busy to notice among the bustle of quotidian life.
The series “Recent Numbers” shows how far Magnússon has now carried his research. He is still mining the seam of our everyday surroundings and the formal basis of these works is an object that all of us handle every day without paying it much attention: The mobile telephone. The buttons on the phone’s keyboard can provide the nodes for a drawing, e.g. if we imagine a diagonal line from 7 to 3, or a short vertical line from 6 to 9. Another interesting (and useful) characteristic is that the phone will store the numbers we use, the phone numbers of those we talk to. If these numbers are used to draw lines along the nodes on the keyboard a drawing emerges, a picture that had been hidden in plain sight and is only noticed when our attention is drawn to it. The image is abstract and geometrical but still oddly personal because, in our world, few things are more immediate and personal than our telephone communications, our recent numbers. In presenting these drawings, Magnússon takes a further step back. He has noticed that the familiar nodes of the keyboard can also be found hidden in many of the objects that surround us: Nail marks on a board, spots on a cupboard door, or details in a photograph can replace the buttons of the keyboard and the found drawings can be easily transferred to these objects. Both the drawing and the medium on which it is drawn are derived directly from everyday life.
These works show the core of Magnússon’s study. He has always had his eye on the formal and painterly character of everyday things and their interrelationships. The research began thirty years ago with brightly coloured paintings of unremarkable objects but has gradually revealed that the whole world can in fact be seen as a painting or a drawing. We ourselves are always drawing our images onto this all-encompassing canvas. Even when we are only thinking of ringing our mother or checking the balance on our bank account.
Jón Proppé