Hugleikur DagssonHugleikur Dagsson klaktist út fyrir norðan og blómstraði fyrir sunnan. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2002 og hefur síðastliðna tvo áratugi starfað sem húmoristi af ýmsu tagi, þó aðallega í myndasögugerð. Hann hefur ­gefið út yfir þrjátíu bækur, skrifað þrjú leikrit, leikstýrt tveimur teiknuðum sjónvarpsþáttaröðum, skrifað og flutt heilar fjórar uppistands sýningar, stjórnað fjórum hlaðvarpsþáttaröðum og stofnað strákahljómsveit. Hann er þó þekktastur fyrir myndasögurnar sínar sem hafa verið gefnar út á yfir þrjátíu tungumálum.


„Ég hef verið myndasöguhöfundur síðan ég var sex ára og gerði söguna Risaeðlueyjan. Hún segir frá skipbrotsmanni sem er fastur á eyju með risaeðlum. Risaeðlurnar elta manninn þangað til að blaðsíðurnar (sem ég hafði heftað saman) klárast. Maðurinn er étinn á síðustu síðunni. Í minningunni var þetta frekar góð myndasaga miðað við aldur og fyrri störf sem voru engin – því ég var sex ára. Síðan þá hef ég samið og teiknað fleiri myndasögur en ég get talið. Sjötíu prósent þeirra eru týndar. Restin er til í bókabúðum. Á þessari sýningu eru til sýnis glænýjar myndasögur. Í raun ekkert ósvipaðar Risaeðlueyjunni, nema í staðinn fyrir risaeðlur er nútímasamfélag og svoleiðis.“

Hugleikur Dagsson hatched in the north and blossomed in the south (of Iceland). He graduated from Iceland University of Arts in 2002 and has since then been working as a humorist of many different sorts. He has published over thirty books, written three plays, directed two animated TV series, written and performed four standup comedies, been the host of four podcasts and formed a boyband. Despite all this he is mostly known as a cartoonist and his comic books have been translated to over thirty languages.

"I have been a comic book writer since I was six years old, which is when I created the story of the Dinosaurs Island. It tells a tale of a shipwreck and a man who washes ashore on a desert island, where he is trapped with dinosaurs. They chase him until the pages (that I had stabled together) ran out. The man was eaten on the last page. Looking back this was a pretty good comic book for my age, also there was no prior work to compare it to - because I was six. Since then I have written and drawn more stories then I can count. Seventy precent of them have been lost. The rest is in bookstores. And in stead of dinosaurs there's modern society and stuff. "

Work

Ríða,drepa,kúra
                                                                                                                      1.08—23.08 2020