Helga Páley Friðþjófsdóttir - Húsvörður slær í gegn
10.04 - 25.04

Helga Páley Friðþjófsdóttir hefur í verkum sínum notað teikningu, meðal annars til þess að kanna mörk miðilsins, bæði á striga og í skúlptúr. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Helga var meðlimur í listamanna rekna galleríinu Kunstschlager í Reykjavík. Hún hefur enn fremur tekið þátt í ýmsum verkefnum, eins og Frystiklefanum í Rifi og var list stjórnandi listahátíðarinnar Ærings.Helga lauk námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Samhliða myndlistinni hefur hún einnig unnið sem teiknari, bæði við myndskreytingar og hreyfimyndagerð (e. illustrator og animator). Helga býr og starfar í Reykjavík.

Helga Páley Friðþjófsdóttir has used drawing in her work, among other things to explore the boundaries of the medium, both on canvas and in sculpture. She has held solo exhibitions and participated in numerous group exhibitions, both in Iceland and abroad. Helga was a member of the artist-run gallery Kunstschlager in Reykjavík. She has also participated in various projects, such as Frystiklefan in Rif and was the art director of the art festival Ærings. Helga graduated from the visual arts department of the Iceland Academy of the Arts in 2011. In addition to her visual arts, she has also worked as both illustrator and animator. Helga lives and works in Reykjavík.Húsvörður Slær Í Gegn

                                                                       10.04—25.04  2021