Aðalheiður Daly Þórhalldóttir


Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Ontario ­College of Art and Design í Toronto, ­Kanada, árið 2018. Málverk Aðalheiðar hafa bæði verið sýnd í Evrópu og Norður-Ameríku, en þau má einnig finna víðs vegar í einkaeigu. Árið 2018 var Aðalheiður, ásamt fleiri íslenskum myndlistarmönnum, valin til að sýna verk sín í Kaupmannahöfn í tilefni hundrað ára afmælis fullveldisins á Íslandi. Um þessar mundir býr og starfar Aðalheiður í Berlín, Þýskalandi.

„Hugmyndirnar að verkum mínum sæki ég í daglegt líf heimilisins, með vott af abstrakt ívafi. Heimilið er griðastaður, eins konar hreiður. Þangað sækjum við í frið og ró frá umheiminum, sem virðist ferðast á ógnarhraða. Heimili okkar er eins og hleðslustaður rafmagnsbílsins: það veitir okkur orku. Jafnvægið, næðið og róin gefur styrk eftir amstur dagsins og hlaðar okkur nægilega mikið til að takast á við nýjan dag. Í málverkum mínum túlka ég samband mitt við umheiminn og vil þannig varpa ljósi á friðinn sem ég sæki í hreiðrið mitt. Ég býð ykkur velkomin í bæinn!“

Aðalheiður Daly Þórhallsdóttir graduated with a B.A. degree in painting from Ontario College of Art and Design in Toronto, Canada, 2018. Aðalheiðurs paintings have been exhibited in Europe and North-America and are privately owned by people all over the world. In 2018 Aðalheiður, along with other Icelandic artists, was chosen to showcase her work in Copenhagen, celebrating Icelands hundred years sovereignty. Currently Aðalheiður lives and works in Berlin, Germany.

"The inspiration for my work is from my every day life, with a hint of abstract. The home is our sanctuary, our nest. That's where we seek peace and quiet from the world, that seems to travel with lightning speed. Our home is what the charging pole is to the electric car: it fills us up with energy. Balance, solitude and peace gives us strength after a hard days work and charges us back up, so we are ready to face a new day. In my paintings I interpret my relationship with the world and shine a light on the peace that I seek in my nest. I welcome you to my home!"


Work


Allar leiðir liggja heim


                                                                                                      19.09—11.10 2020